Enski boltinn

Mourinho skorar á enska þjálfara

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Jose Mourinho
Jose Mourinho Mynd/Gettyimages
Jose Mourinho, knattspyrnustjóri Chelsea, telur að enskir knattspyrnustjórar myndu læra mikið af reynslunni að prófa að þjálfa í öðrum löndum.

Chelsea mætir Derby County í enska bikarnum með Steve McLaren, fyrrum þjálfara enska landsliðsins í stjórn en hann reyndi fyrir sér á sínum tíma þar sem hann sigraði hollensku úrvalsdeildina með Twente ásamt því að taka við Wolfsburg í Þýskalandi.

„Að mínu mati ættu þjálfarar ekki að vera hræddir við að prófa nýja hluti, þetta er stuttur ferill og reglurnar eru eins allstaðar. Að prófa að þjálfa erlendis er frábær reynsla en líkt og með enska leikmenn eru ekki margir enskir þjálfarar sem prófa að þjálfa erlendis,"

Mourinho gerði lítið úr slökum árangri McLaren með enska landsliðið.

„Ég var búinn að gleyma því en hann hefur tekið næsta skref. Ef ég væri spurður út í þjálfaraferil hans myndi árangur hans í Hollandi koma fyrst upp í huga minn. Hann hefur lært mikið af reynslunni, bæði í Hollandi og Þýskalandi,"




Fleiri fréttir

Sjá meira


×