Enski boltinn

Allardyce finnur fyrir pressu

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Það er pressa á Stóra Sam þessa dagana
Það er pressa á Stóra Sam þessa dagana Mynd/Gettyimages
Sam Allardyce viðurkenndi í fjölmiðlum eftir stórt tap gegn Nottingham Forest í enska bikarnum í dag að þetta gæti haft einhver áhrif á stöðu hans. Allardyce gerði níu breytingar frá síðasta leik á byrjunarliði West Ham sem átti aldrei möguleika gegn ferskum leikmönnum Forest.

Allardyce tók á sig sökina fyrir tapinu en vildi meina að hann hefði gert rétt með að gera allar þessar breytingar.

„Efst í mínum huga núna er enska úrvalsdeildin og undanúrslitaleikurinn gegn City í deildarbikarnum og ég valdi að hvíla leikmennina í dag fyrir leikinn á þriðjudaginn. Hendur mínar eru bundnar þegar ég lít til hvaða valkosta ég hef, við erum ekki með stærri leikmannahóp en þetta og þetta er það besta sem ég gat gert,"

Allardyce hefur legið undir gagnrýni en eftir leikinn í dag hefur liðið aðeins unnið einn af síðustu níu leikjum liðsins. Hann viðurkenndi að eigendur klúbbsins væru að fylgjast með.

„Þeir eru sennilega að fylgjast með, það er þeirra ákvörðun en ekki mín. Við verðum að fara að ná betri úrslitum en ég útskýrði stöðuna fyrir þennan leik. Þeir vissu hvernig við myndum leggja þennan leik upp,"






Fleiri fréttir

Sjá meira


×