Enski boltinn

Magnus Wolff Eikrem á leiðinni til Cardiff

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Ole Gunnar Solskjaer eftir 2-1 sigur Cardiff gegn Newcastle
Ole Gunnar Solskjaer eftir 2-1 sigur Cardiff gegn Newcastle Mynd/Gettyimages
Ole Gunnar Solskjaer var ekki lengi að velja fyrstu leikmannakaup sín sem knattspyrnustjóri Cardiff, Marco van Basten, þjálfari Heerenveen viðurkenndi í fjölmiðlum í dag að klúbburinn hafi samþykkt tilboð Cardiff í Magnus Wolff Eikrem.

Eikrem sem er norskur landsliðsmaður fylgdi Solskjaer úr varaliði Manchester United til Molde þar sem hann vann norsku úrvalsdeildina tvö tímabil í röð. Eftir góðar frammistöður í norsku deildinni var það Heerenveen sem keypti Eikrem í sumar og í búning Heerenveen lék hann þrettán leiki og skoraði tvö mörk.

Eikrem var meðal áhorfenda á 2-1 sigri Cardiff gegn Newcastle í enska bikarnum í gær en vildi ekki gefa neitt upp um áframhaldið. Þjálfari hans staðfesti hinsvegar í dag að Eikrem væri á förum stuttu eftir að hafa gengið til liðs við Heerenveen.

Eikrem sem er 23 ára gamall er sóknarsinnaður miðjumaður sem hefur leikið 13 landsleiki fyrir norska landsliðið og mun koma til með að berjast um sæti á miðjunni í liðinu við Aron Einar Gunnarsson.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×