Fótbolti

Svarti pardusinn borinn til grafar í Lissabon | Myndir

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Kistu Eusebio komið fyrir í gröf hans.
Kistu Eusebio komið fyrir í gröf hans. Myndir/AP
Margmenni syrgði þjóðhetjuna og knattspyrnugoðsögnina Eusebio sem borin var til grafar í Lissabon í dag. Eusebio lést aðfaranótt sunnudags.

Eusebio var að flestra mati fremsti knattspyrnumaður sem spilað hafði fyrir hönd Portúgala allt þar til Cristiano Ronaldo kom fram á sjónarsviðið. Eusebio skoraði 727 mörk í 715 leikjum fyrir Benfica og varð Evrópumeistari með félaginu árið 1962. Hann var kosinn besti knattspyrnumaður Evrópu árið 1965. Hann skoraði 41 mark í 64 landsleikjum fyrir Portúgal.

Eusébio spilaði á Laugardalsvellinum með Benfica árið 1968 í markalausu jafntefli í Evrópuleik á móti Val en yfir 18 þúsund manns mættu á leikinn og settu áhorfendamet sem stóð í marga áratugi.

Eusébio var heiðraður á heimavelli Benfica í dag þar sem gengið var með kistu hans yfir völlinn. Mínútuþögn var á fjölmörgum knattspyrnuleikjum í heiminum um helgina vegna andláts framherjans.

Hér að ofan má sjá myndir frá jarðarfarardeginum í Lissabon.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×