Fótbolti

Ísland spilar vináttuleik gegn Austurríki

Það verður nóg að gera hjá landsliðsþjálfurunum.
Það verður nóg að gera hjá landsliðsþjálfurunum. vísir/vilhelm
KSÍ raðar niður vináttulandsleikjum á karlaliðið þessa dagana og í dag var tilkynnt um landsleik gegn Austurríki sem mun fara fram í lok maí.

Nánar tiltekið verður spilað þann 30. maí og í Austurríki.

Þetta verður þriðji landsleikur þjóðanna. Fyrri tveir leikirnir fóru báðir fram árið 1989 en þá voru liðin í sama riðli í undankeppni HM 1990. Ísland náði markalausu jafntefli á Laugardalsvelli en tapaði 2-1 ytra.

Ísland á leik gegn Svíþjóð síðar í mánuðinum og svo hefur verið ákveðið að spila gegn Wales í byrjun mars.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×