Enski boltinn

Agger að glíma við meiðsli

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Daniel Agger í leik með Liverpool.
Daniel Agger í leik með Liverpool. Nordic Photos / Getty
Daniel Agger verður líklega frá næstu vikurnar eftir að hann meiddist í bikarleik Liverpool gegn Oldham um helgina.

Haft er eftir Agger í dönskum fjölmiðlum að hann verði frá í um fjórar vikur eftir a hann meiddist á kálfa. Enskir fjölmiðlar segja þó enn ótímabært að meta hvenær hann geti komið til baka.

Agger var nýbúinn að vinna sér sæti í liði Liverpool á ný en hann tók sæti Mamadou Sakho sem meiddist í lok síðasta mánaðar. Hann er ekki væntanlegur aftur fyrr en í febrúar.

Daninn öflugi hefur verið sagður á leið frá Anfield að undanförnu en hann gefur sjálfur lítið fyrir þær sögusagnir.

„Ég hef bara séð það sem blöðin hafa skrifað og get í raun ekkert gert í því. Það er engin ástæða til að trúa þessu,“ sagði Agger við Jyllands-Posten.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×