Fótbolti

PSG er besta sendingalið Evrópu

PSG og Barca eru bestu sendingalið Evrópu.
PSG og Barca eru bestu sendingalið Evrópu. vísir/getty
Það er list í knattspyrnu að halda boltanum og franska liðið PSG gerir það best allra í Evrópu.

Lið Laurents Blanc missir helst ekki boltann og klárar 88,56 prósent af sendingum sínum. Liðið hefur gefið boltann 11,653 sinnum í fyrstu 18 leikjum sínum í deildinni í vetur.

Barcelona er næstum með jafn góðan árangur í heppnuðum sendingum eða 88,45 prósent. Liðið hefur gefið 10.257 sendingar í 15 leikjum.

Ítalska liðið Roma kemur þar á eftir með 87,24 prósent heppnaðra sendinga. Roma hefur þó aðeins gefið 9.073 sendingar hingað til í vetur.

Næstu sæti:

4. Bayern 86,51%

5. Real Madrid 86,47%.

6. Man. Utd 85,58%.

7. Juventus 85,49%.

8. Man. City 85,38%.

9. Chelsea 85,30%.

10. Arsenal 85,22%.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×