Fótbolti

Aron skoraði tvö og fór á kostum

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Vísir/Getty

Aron Jóhannsson skoraði tvö mörk í 4-0 sigri AZ Alkmaar á Heracles í hollensku úrvalsdeildinni í kvöld.

Aron skoraði tvö fyrstu mörk leiksins, bæði í fyrri hálfleik, auk þess sem að leikmaður Heracles var rekinn af velli fyrir að brjóta á honum.

Hann skoraði bæði mörkin úr teignum, það fyrra á 16. mínútu. Síðara markið, sem kom á 37. mínútu, var sérlega glæsilegt en hann sneri þá markvörð Heracles laglega af sér og skoraði í autt markið.

Mattias Johannsson og Viktor Elm bættu við mörkum AZ í síðari hálfleik en Jóhann Berg Guðmundsson var á meðal varamanna AZ í dag.

Aron hefur nú skorað sextán mörk í 25 leikjum með AZ á tímabilinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×