Mammon og Þríhnúkaverkefnið Jakob Bjarnar skrifar 31. janúar 2014 13:55 Ómar Stefánsson hefur áhyggjur af þróun mála við Þríhnúka. Ómar Stefánsson, bæjarfulltrúi í Kópavogi, lagði í gær fram bókun á fundi bæjarráðs vegna Þríhnúkaverkefnisins, svohljóðandi: „Nú hefur „Mammon“ yfirtekið Þríhnúkaverkefnið að fullu. Ég tel því rétt að Kópavogsbær losi sig sem fyrst við sinn hlut í Þríhnúkum ehf., því það er ljóst að hagsmunir vatns og náttúru fara ekki saman við það sem virðist vera að keyra verkefnið áfram. Það er með öllu óskiljanlegt að heilbrigðiseftirlit Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis skuli hafa samþykkt starfsleyfi til 4 ára þegar óvissa ríkir um framhaldið á svæðinu og rannsóknum ekki lokið. Jafnframt minni ég á samþykktir Kópavogsbæjar í nýsamþykktu aðalskipulagi varðandi þetta svæði.“Náttúru- og vatnsvernd fyrir borð borin Ómar lýsir yfir sérstökum áhyggjum af lengd starfsleyfis 3H travel, sem skipuleggur ferðir ferðamanna í gíg Þríhnúka. Hann segir, í samtali við Vísi, að Kópavogur sé ekki lengur aðili að þeim ferðum í gegnum eignarhald sitt í Þríhnúkum ehf. „Einn stjórnarmaður er búinn að stofna fyrirtæki um ferðamannarekstur í tengslum við þetta. Nú er bara verið að græða á virkum dögum og grilla um helgar. Eðlilegt að Kópavogsbær segi sig frá þessu og horfi á þau atriði sem skipta máli. Þarna var allt útroðið þarna síðast, enda vont veður í fyrra. Núna eru uppi hugmyndir að leggja stíg þarna að, sem er jákvætt. Við eigum að snúa okkur að þeim verkefnum sem snúa beint að okkur,“ segir Ómar. Hann bendir á að 3H sé trúistafyrirtæki og sem slíkt þá hafi það ekki heildarhagsmuni að leiðarljósi; svo sem náttúru- og vatnsvernd, en Þríhnúkar eru innan landsvæðis Kópavogs en er þjóðlenda engu að síður. „Við förum með skipulagsvaldið á svæðinu. Fjarsvæði B varðandi vatnsvernd.“37 þúsund kostar að fara í gíginn Mikill straumur ferðamanna er á svæðið og samkvæmt grein sem birtist á Vísi í sumar, þar sem Björn Guðmundsson skólakennari gagnrýnir mjög þróun og ástand mála, kemur fram að þangað streymi mikill fjöldi ferðamanna, 50 þúsund á ári og að því sé stefnt, af hálfu fyrirtækisins, að flytja 500 þúsund manns þangað niður í gíginn árlega að tíu árum liðnum. Um sé að ræða þjófstart, að mati Björns; umhverfi þar í grennd þoli engan veginn slíkan átroðning. Samkvæmt heimasíðu 3H Travel kostar ferð í gíginn 37 þúsund krónur þannig að um talsverða fjármuni er að tefla. Ómar Stefánsson segist nú hafa lagt fram bókun og hann ætlar að sjá hverju fram vindur; hann ætlar að taka málið upp á næsta fundi bæjarráðs. Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent „Hann stal henni“ Erlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Innlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Fleiri fréttir Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Sjá meira
Ómar Stefánsson, bæjarfulltrúi í Kópavogi, lagði í gær fram bókun á fundi bæjarráðs vegna Þríhnúkaverkefnisins, svohljóðandi: „Nú hefur „Mammon“ yfirtekið Þríhnúkaverkefnið að fullu. Ég tel því rétt að Kópavogsbær losi sig sem fyrst við sinn hlut í Þríhnúkum ehf., því það er ljóst að hagsmunir vatns og náttúru fara ekki saman við það sem virðist vera að keyra verkefnið áfram. Það er með öllu óskiljanlegt að heilbrigðiseftirlit Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis skuli hafa samþykkt starfsleyfi til 4 ára þegar óvissa ríkir um framhaldið á svæðinu og rannsóknum ekki lokið. Jafnframt minni ég á samþykktir Kópavogsbæjar í nýsamþykktu aðalskipulagi varðandi þetta svæði.“Náttúru- og vatnsvernd fyrir borð borin Ómar lýsir yfir sérstökum áhyggjum af lengd starfsleyfis 3H travel, sem skipuleggur ferðir ferðamanna í gíg Þríhnúka. Hann segir, í samtali við Vísi, að Kópavogur sé ekki lengur aðili að þeim ferðum í gegnum eignarhald sitt í Þríhnúkum ehf. „Einn stjórnarmaður er búinn að stofna fyrirtæki um ferðamannarekstur í tengslum við þetta. Nú er bara verið að græða á virkum dögum og grilla um helgar. Eðlilegt að Kópavogsbær segi sig frá þessu og horfi á þau atriði sem skipta máli. Þarna var allt útroðið þarna síðast, enda vont veður í fyrra. Núna eru uppi hugmyndir að leggja stíg þarna að, sem er jákvætt. Við eigum að snúa okkur að þeim verkefnum sem snúa beint að okkur,“ segir Ómar. Hann bendir á að 3H sé trúistafyrirtæki og sem slíkt þá hafi það ekki heildarhagsmuni að leiðarljósi; svo sem náttúru- og vatnsvernd, en Þríhnúkar eru innan landsvæðis Kópavogs en er þjóðlenda engu að síður. „Við förum með skipulagsvaldið á svæðinu. Fjarsvæði B varðandi vatnsvernd.“37 þúsund kostar að fara í gíginn Mikill straumur ferðamanna er á svæðið og samkvæmt grein sem birtist á Vísi í sumar, þar sem Björn Guðmundsson skólakennari gagnrýnir mjög þróun og ástand mála, kemur fram að þangað streymi mikill fjöldi ferðamanna, 50 þúsund á ári og að því sé stefnt, af hálfu fyrirtækisins, að flytja 500 þúsund manns þangað niður í gíginn árlega að tíu árum liðnum. Um sé að ræða þjófstart, að mati Björns; umhverfi þar í grennd þoli engan veginn slíkan átroðning. Samkvæmt heimasíðu 3H Travel kostar ferð í gíginn 37 þúsund krónur þannig að um talsverða fjármuni er að tefla. Ómar Stefánsson segist nú hafa lagt fram bókun og hann ætlar að sjá hverju fram vindur; hann ætlar að taka málið upp á næsta fundi bæjarráðs.
Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent „Hann stal henni“ Erlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Innlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Fleiri fréttir Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Sjá meira