Katalóníuþing fer fram á atkvæðagreiðslu um sjálfstæði Guðsteinn Bjarnason skrifar 17. janúar 2014 06:30 Meðan héraðsþingið í Barcelona samþykkti tillögu um þjóðaratkvæðagreiðslu safnaðist fólk saman fyrir utan þinghúsið til að hvetja þingmenn til dáða. Nordicphotos/AFP Héraðsþingið í Katalóníu samþykkti í gær að óska formlega eftir því að haldin verði héraðskosning um sjálfstæði. Stjórnin í Madríd þarf ekki að verða við þessari ósk, og mun áreiðanlega ekki gera það. Engu að síður hefur sjálfstæðisumræðan í Katalóníu fengið byr undir báða vængi og mun væntanlega verða eitt af stærstu kosningamálunum í næstu þingkosningum í héraðinu. Hópur fólks kom saman fyrir utan þinghúsið meðan atkvæðagreiðsla fór þar fram um tillöguna. Flestir í hópnum voru sjálfstæðissinnar og hvöttu þingmennina til þess að samþykkja, en þarna voru einnig nokkrir sambandssinnar, sem veifuðu spænska fánanum og hrópuðu: „Katalónía er Spánn!“ Víðar í Evrópu hafa sjálfstæðishreyfingar komist á nokkuð góðan skrið. Þannig búa nú Flæmingjar í Belgíu sig undir kosningar í vor, þar sem þeir munu reyna að komast til meiri áhrifa. Í Skotlandi hefur síðan verið boðuð þjóðaratkvæðagreiðsla um sjálfstæði, og verður hún haldin 18. september á þessu ári.Mariano Rajoy, forsætisráðherra Spánar, hefur ítrekað lýst yfir andstöðu sinni við héraðsatkvæðagreiðslu í Katalóníu um sjálfstæði. Hann segir stjórnarskrá landsins, sem er frá 1978, ekki gera ráð fyrir því að héröð landsins geti fengið sjálfstæði. Þá stendur hann fast á því að vilji menn láta fara fram atkvæðagreiðslu um sjálfstæði Katalóníu, þá verði sú kosning að fara fram á landsvísu þannig að allir kosningabærir Spánverjar fái tækifæri til að segja sína skoðun.Artur Mas, héraðsforseti Katalóníu, hóf baráttu sína fyrir sjálfstæði eftir að hafa reynt, en mistekist, árið 2012 að ná fram hagstæðari samningum við stjórnina í Madríd um fjármál héraðsins. Íbúar Katalóníu eru 7,5 milljónir, en Katalónía er eitt öflugasta hérað Spánar. Framleiðslan þar nemur fimmtungi af þjóðarframleiðslu Spánar. Bæði Evrópusambandið og Atlantshafsbandalagið hafa hins vegar bent Katalóníubúum á að nýtt ríki fengi ekki sjálfkrafa aðild að þessum samtökum, heldur þurfi Katalóníuríki að leggja fram umsókn um aðild og fara í gegnum sams konar aðildarviðræður og önnur lönd hafa þurft að gera. Mest lesið Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Innlent Fleiri fréttir Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Sjá meira
Héraðsþingið í Katalóníu samþykkti í gær að óska formlega eftir því að haldin verði héraðskosning um sjálfstæði. Stjórnin í Madríd þarf ekki að verða við þessari ósk, og mun áreiðanlega ekki gera það. Engu að síður hefur sjálfstæðisumræðan í Katalóníu fengið byr undir báða vængi og mun væntanlega verða eitt af stærstu kosningamálunum í næstu þingkosningum í héraðinu. Hópur fólks kom saman fyrir utan þinghúsið meðan atkvæðagreiðsla fór þar fram um tillöguna. Flestir í hópnum voru sjálfstæðissinnar og hvöttu þingmennina til þess að samþykkja, en þarna voru einnig nokkrir sambandssinnar, sem veifuðu spænska fánanum og hrópuðu: „Katalónía er Spánn!“ Víðar í Evrópu hafa sjálfstæðishreyfingar komist á nokkuð góðan skrið. Þannig búa nú Flæmingjar í Belgíu sig undir kosningar í vor, þar sem þeir munu reyna að komast til meiri áhrifa. Í Skotlandi hefur síðan verið boðuð þjóðaratkvæðagreiðsla um sjálfstæði, og verður hún haldin 18. september á þessu ári.Mariano Rajoy, forsætisráðherra Spánar, hefur ítrekað lýst yfir andstöðu sinni við héraðsatkvæðagreiðslu í Katalóníu um sjálfstæði. Hann segir stjórnarskrá landsins, sem er frá 1978, ekki gera ráð fyrir því að héröð landsins geti fengið sjálfstæði. Þá stendur hann fast á því að vilji menn láta fara fram atkvæðagreiðslu um sjálfstæði Katalóníu, þá verði sú kosning að fara fram á landsvísu þannig að allir kosningabærir Spánverjar fái tækifæri til að segja sína skoðun.Artur Mas, héraðsforseti Katalóníu, hóf baráttu sína fyrir sjálfstæði eftir að hafa reynt, en mistekist, árið 2012 að ná fram hagstæðari samningum við stjórnina í Madríd um fjármál héraðsins. Íbúar Katalóníu eru 7,5 milljónir, en Katalónía er eitt öflugasta hérað Spánar. Framleiðslan þar nemur fimmtungi af þjóðarframleiðslu Spánar. Bæði Evrópusambandið og Atlantshafsbandalagið hafa hins vegar bent Katalóníubúum á að nýtt ríki fengi ekki sjálfkrafa aðild að þessum samtökum, heldur þurfi Katalóníuríki að leggja fram umsókn um aðild og fara í gegnum sams konar aðildarviðræður og önnur lönd hafa þurft að gera.
Mest lesið Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Innlent Fleiri fréttir Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Sjá meira