Erlent

Obama tilkynnir um breytt vinnulag hjá njósnastofnunum

Barack Obama, forseti Bandaríkjanna.
Barack Obama, forseti Bandaríkjanna. Mynd/AFP
Barack Obama Bandaríkjaforseti mun síðar í dag tilkynna í dag um breytingar á vinnulagi njósnastofnana ríkisins í kjölfar uppljóstrana Edwards Snowdens.

Markmið forsetans er að eigin sögn að endurvinna traust almennings á stofnunum á borð við Þjóðaröryggisstofnunina eftir að upp komst um gífurlega umfangsmiklar hleranir hennar.

Samkvæmt breska ríkisútvarpinu mun forsetinn koma á laggirnar nýju embætti sem mun þurfa að samþykkja allar njósnaaðgerðir. Enn berast þó fregnir sem rekja má til uppljóstrana Snowdens, en í gær greindu breskir miðlar frá því að bandaríkjamenn hafi síðustu árin safnað og geymt allt að 200 milljón smáskilaboð úr farsímum um allan heim, á hverjum degi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×