Enski boltinn

Van Persie styður Moyes

Stefán Árni Pálsson skrifar
Robin van Persie á æfingu United.
Robin van Persie á æfingu United. NordicPhotos/Getty
Robin Van Persie, leikmaður Manchester United, lýsir yfir stuðningi við David Moyes, knattspyrnustjóra United, í viðtali á Sky Sports.

Manchester United hefur ekki náð sér almennilega á strik á tímabilinu og er liðið í sjöunda sæti deildarinnar en United varð Englandsmeistari á síðasta tímabili.

Alex Ferguson hætti sem stjóri liðsins í vor eftir 27 ótrúleg ár hjá klúbbnum.

„Moyes hefur fengið mikla gagnrýni á sig síðustu mánuði og ég tel hana vera nokkuð óréttláta,“ sagði Persie.

„Hann leggur sig alltaf mikið fram eins og allir leikmenn liðsins en við strákarnir stöndum þétt við bakið á honum.“

„Hann þarf bara að fá meiri tíma til að koma liðinu í gang. Hann þarf að fá tíma, bæði frá stuðningsmönnum okkar og leikmönnum. Hlutirnir eiga eftir að breytast á næstunni og liðið mun hrökkva í gang.“

Robin van Persie hefur átt við meiðsli að stríða að undanförnu en von er á honum til baka með liðinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×