Enski boltinn

Sturridge og Gerrard björguðu jafntefli fyrir Liverpool

Gerrard skorar úr vítinu í dag.
Gerrard skorar úr vítinu í dag. Vísir/Getty
Aston Villa komst tveimur mörkum yfir á Anfield, heimavelli Liverpool, í dag en mátti að lokum sætta sig við 2-2 jafntefli.

Austurríkismaðurinn Andreas Weimann kom gestunum yfir á 25. mínútu eftir frábæra sókn gestanna sem lauk með því að Weimann skoraði af stuttu færi eftir sendingu Christian Benteke.

Benteke skoraði svo sjálfur síðara mark Villa ellefu mínútum síðar með skalla en Daniel Sturridge náði að minnka muninn í lok fyrri hálfleiks fyrir heimamenn.

Brad Guzan, markvörður Villa, var svo dæmdur brotlegur eftir að Luis Suarez féll í teignum. Fyrirliðinn Steven Gerrard skoraði úr vítinu og jafnaði metin fyrir Liverpool.

Mörkin urðu þó ekki fleiri í leiknum en Liverpool er nú með 43 stig í fjórða sæti deildarinnar, tveimur stigum á undan grönnunum í Everton sem eiga leik til góða. Aston Villa er í tíunda sæti með 24 stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×