Enski boltinn

Heil umferð í dag | Upphitun

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Tíu leikir fara fram í ensku úrvalsdeildinni í dag, nýársdag. Hér má sjá stutta yfirferð um það helsta sem er á dagskrá.

Swansea tekur á móti Manchester City í fyrsta leik nýs árs en klukkan 15.00 hefjast svo átta leikir. Þar á meðal tekur topplið Arsenal á móti Aroni Einari Gunnarssyni og félögum í Cardiff.

Gylfi Þór Sigurðsson og lið hans, Tottenham, mæta svo Englandsmeisturum Manchester United á Old Trafford í síðdegisleiknum.

Upphitunarmyndband má sjá í spilaranum hér fyrir ofan en hér má sjá á hvaða stöðvum leikirnir eru sýndir í dag.

Leikir dagsins:

12:45 Swansea - Manhester City (Sport 2)

15:00 Fulham - West Ham (Sport)

15:00 Liverpool - Hull (Sport 2)

15:00 Arsenal - Cardiff (Sport 3)

15:00 Southampton - Chelsea (Sport 4)

15:00 Stoke - Everton (Sport 5)

15:00 West Brom - Newcastle (Sport 6)

15:00 Crystal Palace - Norwich (Vísir)

15:00 Sunderland - Aston Villa (Stöð 3)

17:30 Man United - Tottenham (Sport 2)




Fleiri fréttir

Sjá meira


×