Vilja endurskoða greiðsluþátttöku ríkisins vegna tæknifrjóvgunarmeðferða Stefán Árni Pálsson skrifar 10. október 2014 22:00 Þau Silja Dögg Gunnarsdóttir, Kristján L. Möller, Guðbjartur Hannesson, Elsa Lára Arnardóttir, Jóhanna María Sigmundsdóttir, Bjarkey Gunnarsdóttir og Björt Ólafsdóttir standi að baki ályktunarinnar. Vísir/Getty „Lífsgjöfin sem felst í barneignum er afar mikilvæg og hefur afgerandi áhrif á líf og starf fólks. Ekki eru þó allir svo heppnir að geta með einföldum og náttúrulegum hætti getið og eignast börn. Ófrjósemi er sjúkdómur sem er vaxandi vandamál hér á landi,“ segir í tillögu til þingsályktunar um aukinn stuðning vegna tæknifrjóvgana sem nokkrir þingmenn hafa skrifað undir. Þau Silja Dögg Gunnarsdóttir, Kristján L. Möller, Guðbjartur Hannesson, Elsa Lára Arnardóttir, Jóhanna María Sigmundsdóttir, Bjarkey Gunnarsdóttir og Björt Ólafsdóttir standi að baki ályktunarinnar. Í greinagerð þingmannanna segir að einn af hápunktunum í lífi margra sé að verða foreldri. Það segir einnig að ætla megi að eitt af hverjum sex pörum eigi við ófrjósemi að stríða. Afleiðingar ófrjósemi séu margvíslegar og leggjast oft þungt á sálarlíf þeirra sem þjást af henni. „Almennt má segja að til séu þrjár tegundir af ófrjósemi sem lýsir sér á mismunandi hátt. Það sem í daglegu tali er kallað ófrjósemi lýsir sér í því að kona getur ekki orðið þunguð þrátt fyrir að hafa stundað reglulega óvarið kynlíf í a.m.k. eitt ár, en það er kallað síðkomin ófrjósemi ef einstaklingur hefur eignast a.m.k. eitt barn en nær svo ekki að geta barn aftur. Ófrjósemi getur einnig lýst sér í því að kona getur ekki klárað meðgöngu á eðlilegan hátt og fætt lifandi barn. Þriðja tegundin er félagsleg ófrjósemi, þ.e. þegar einstaklingur þarf á tæknifrjóvgun að halda vegna félagslegra aðstæðna, t.d. vegna þess að hann á ekki maka eða maki hans er af sama kyni.“ Með þingsályktunartillögunni er lagt til að fela ráðherra að endurskoða greiðsluþátttöku ríkisins vegna tæknifrjóvgunarmeðferða þannig að stuðningur ríkisins verði meiri og geri þannig fólki sem glímir við ófrjósemi auðveldara fyrir að sækja meðferðir vegna sjúkdómsins en nú er. Alþingi ályktar að fela heilbrigðisráðherra að endurskoða reglur um greiðsluþátttöku ríkisins vegna tæknifrjóvgunarmeðferða fyrir árslok 2014. Við endurskoðunina verði gætt að eftirtöldum atriðum:1. að greiðsluþátttaka sjúkratrygginga nái til fyrstu glasafrjóvgunarmeðferðar,2. að greiðsluþátttaka sjúkratrygginga sé óháð því hvort pör eða einstaklingar eigi barn fyrir,3. ef uppsetning á fósturvísum fer ekki fram þar sem engin frjóvgun hefur orðið, þá sé full greiðsluþátttaka sjúkratrygginga vegna þeirrar meðferðar, en þó ekki talin með öðrum tæknifrjóvgunarmeðferðum sem greiðsluþátttaka sjúkratrygginga nær til,4. að greiðsluþátttaka sjúkratrygginga taki til ferðakostnaðar vegna tæknifrjóvgunarmeðferða jafnvel þótt greiðsluþátttaka sjúkratrygginga nái ekki til þeirra meðferða,5. að kynfrumur (eggfrumur og sáðfrumur) frá tilteknum gjafa fari aðeins til eins pars eða einstaklings.Hér má lesa tillöguna í heild sinni. Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Innlent Fleiri fréttir Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Sjá meira
„Lífsgjöfin sem felst í barneignum er afar mikilvæg og hefur afgerandi áhrif á líf og starf fólks. Ekki eru þó allir svo heppnir að geta með einföldum og náttúrulegum hætti getið og eignast börn. Ófrjósemi er sjúkdómur sem er vaxandi vandamál hér á landi,“ segir í tillögu til þingsályktunar um aukinn stuðning vegna tæknifrjóvgana sem nokkrir þingmenn hafa skrifað undir. Þau Silja Dögg Gunnarsdóttir, Kristján L. Möller, Guðbjartur Hannesson, Elsa Lára Arnardóttir, Jóhanna María Sigmundsdóttir, Bjarkey Gunnarsdóttir og Björt Ólafsdóttir standi að baki ályktunarinnar. Í greinagerð þingmannanna segir að einn af hápunktunum í lífi margra sé að verða foreldri. Það segir einnig að ætla megi að eitt af hverjum sex pörum eigi við ófrjósemi að stríða. Afleiðingar ófrjósemi séu margvíslegar og leggjast oft þungt á sálarlíf þeirra sem þjást af henni. „Almennt má segja að til séu þrjár tegundir af ófrjósemi sem lýsir sér á mismunandi hátt. Það sem í daglegu tali er kallað ófrjósemi lýsir sér í því að kona getur ekki orðið þunguð þrátt fyrir að hafa stundað reglulega óvarið kynlíf í a.m.k. eitt ár, en það er kallað síðkomin ófrjósemi ef einstaklingur hefur eignast a.m.k. eitt barn en nær svo ekki að geta barn aftur. Ófrjósemi getur einnig lýst sér í því að kona getur ekki klárað meðgöngu á eðlilegan hátt og fætt lifandi barn. Þriðja tegundin er félagsleg ófrjósemi, þ.e. þegar einstaklingur þarf á tæknifrjóvgun að halda vegna félagslegra aðstæðna, t.d. vegna þess að hann á ekki maka eða maki hans er af sama kyni.“ Með þingsályktunartillögunni er lagt til að fela ráðherra að endurskoða greiðsluþátttöku ríkisins vegna tæknifrjóvgunarmeðferða þannig að stuðningur ríkisins verði meiri og geri þannig fólki sem glímir við ófrjósemi auðveldara fyrir að sækja meðferðir vegna sjúkdómsins en nú er. Alþingi ályktar að fela heilbrigðisráðherra að endurskoða reglur um greiðsluþátttöku ríkisins vegna tæknifrjóvgunarmeðferða fyrir árslok 2014. Við endurskoðunina verði gætt að eftirtöldum atriðum:1. að greiðsluþátttaka sjúkratrygginga nái til fyrstu glasafrjóvgunarmeðferðar,2. að greiðsluþátttaka sjúkratrygginga sé óháð því hvort pör eða einstaklingar eigi barn fyrir,3. ef uppsetning á fósturvísum fer ekki fram þar sem engin frjóvgun hefur orðið, þá sé full greiðsluþátttaka sjúkratrygginga vegna þeirrar meðferðar, en þó ekki talin með öðrum tæknifrjóvgunarmeðferðum sem greiðsluþátttaka sjúkratrygginga nær til,4. að greiðsluþátttaka sjúkratrygginga taki til ferðakostnaðar vegna tæknifrjóvgunarmeðferða jafnvel þótt greiðsluþátttaka sjúkratrygginga nái ekki til þeirra meðferða,5. að kynfrumur (eggfrumur og sáðfrumur) frá tilteknum gjafa fari aðeins til eins pars eða einstaklings.Hér má lesa tillöguna í heild sinni.
Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Innlent Fleiri fréttir Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Sjá meira