Enski boltinn

Fimm leikja bann fyrir umdeilt fagn

Nicolas Anelka.
Nicolas Anelka. vísir/getty
Frakkinn Nicolas Anelka, leikmaður WBA, var í dag dæmdur í fimm leikja bann og einnig var hann sektaður um rúmar 15 milljónir króna fyrir óviðeigandi fagn.

Aganefnd enska knattspyrnusambandsins komst að þessari niðurstöðu í dag. Fagnið umdeilda er tengt við gyðingahatur.

Anelka hefur alltaf haldið fram sakleysi sínu í málinu og neitar því að hafa viljandi verið með pólitískar yfirlýsingar í fagninu.

Hann hefur sjö daga til þess að áfrýja úrskurðinum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×