Innlent

Líkamsárás í Ártúnsbrekku

Snærós Sindradóttir skrifar
Lögregla leitar vitna að líkamsárás í Ártúnsbrekku
Lögregla leitar vitna að líkamsárás í Ártúnsbrekku VÍSIR/PJETUR
Lögregla óskar eftir upplýsingum um líkamsárás sem átti sér stað í Ártúnsbrekku þann 2. mars síðastliðinn um hábjartan dag. Samkvæmt upplýsingum lögreglu var aksturslag dökkgrás fólksbíls athugavert og stöðvaði árásarmaðurinn bifreiðina á miðri götu. Ártúnsbrekka er ein umferðarþyngsta gata landsins.

Sá sem varð fyrir árásinni þurfti að stöðva bifreið sína fyrir aftan bifreið árásarmannsins. Við það steig maðurinn í fremri bifreiðinni út og veittist að ökumanni aftari bifreiðarinnar.

Allir sem veitt geta lögreglu upplýsingar um atvikið eru beðnir að hafa samband  í gegnum netfangið: 9829@lrh.is eða í gegnum skilaboð á Facebook-síðu lögreglunnar. 

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×