Innlent

Arctic Monkeys fékk fatafellu á Argentínu

Baldvinn Þormóðsson skrifar
Hljómsveitin er margverðlaunuð og hlaut meðal annars Brit-verðlaun sem besta breska sveitin.
Hljómsveitin er margverðlaunuð og hlaut meðal annars Brit-verðlaun sem besta breska sveitin. Vísir/Stefán/Getty
Vísir hefur það eftir heimildarmönnum innan steikhússins Argentínu að breska hljómsveitin Arctic Monkeys hafi verið á staðnum í gær og pantað þangað dansara. Heimildarmenn Vísis fullyrða að um fatafellu hafi verið að ræða.

Fengu þeir að halda gleðskap fyrir lokuðum dyrum í svítu steikhússins og að sögn heimildarmanna skemmtu þeir sér vel.

Eins og Vísir greindi frá í gær þá er hljómsveitin hér á landi til þess að steggja gítarleikara sveitarinnar, Jamie Cook, en hann kvænist kærustu sinni og glamúrmódelinu Katie Downes á næstunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×