Fótbolti

Ekkert íslenskt mark í stórsigri AZ

Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar
Aron lagði upp eitt mark í dag
Aron lagði upp eitt mark í dag vísir/getty
AZ skellti RKC Waalwijk 4-0 í hollensku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. Aron Jóhannsson var í byrjunarliðinu og Jóhann Berg Guðmundsson spilaði síðustu 22 mínútur leiksins.

Miðvarðapar AZ kom liðinu í 2-0 í fyrri hálfleik en AZ gerði út um leikinn í upphafi seinni hálfleiks.

Aron Jóhannsson lagði upp mark Steven Berghuis á 48. mínútu en Berghuis skoraði aftur á 59. mínútu og þar við sat.

Mikilvægur sigur hjá AZ sem fór upp í 7. sæti með 37 stig en liðin í sætum fimm til átta leika í umspili um sæti í forkeppni Evrópudeildarinnar.

Waalwijk er í 16. sæti, með stigi meira en Guðlaugur Victor Pálsson og félagar í NEC.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×