Pólskar og íslenskar smásögur Friðrika Benónýsdóttir skrifar 28. október 2014 11:30 Kristín Eiríksdóttir er eitt fimm skálda sem lesa upp úr nýjum smásögum í Iðnó í kvöld. Hér er hún á smásagnahátíðinni í Wroclaw fyrr í mánuðinum. Mynd: opowiadanie.org Nú fer að líða að lokum Lestrarhátíðar í Bókmenntaborg, en henni líkur föstudaginn 31. október. Stærsti viðburðurinn í lokavikunni er pólskt-íslenskt smásagnakvöld í Iðnó í kvöld klukkan 20. Þar er kastljósinu beint að pólsku skáldunum Piotr Paziski og Zienowit Szczerek og íslensku skáldunum Kristínu Eiríksdóttur, Halldóri Armand Ásgeirssyni og Þórarni Eldjárn. Öll lesa þau upp úr sögum sínum og ræða smásagnaformið við rithöfundinn, bókmenntafræðinginn og útvarpsmanninn Hauk Ingvarsson. Dagskráin er hluti af evrópska smásagnaverkefninu Transgressions: International Narratives Exchange sem Reykjavík Bókmenntaborg tekur þátt í á þessu ári. Höfundar frá Íslandi, Póllandi, Noregi og Liechtenstein skrifuðu nýjar sögur af þessu tilefni og birtust þær allar á pólsku í safnritinu Transgressje: Antologia, sem kom út í Wrocaw, Póllandi fyrr í þessum mánuði. Íslensku sögurnar og tvær þær pólsku munu einnig birtast á íslensku í Nestisboxinu á vef Bókmenntaborgarinnar frá og með deginum í dag. Þessar fimm sögur sem kynntar verða í kvöld eru afar ólíkar að inntaki og stíl. Allar eiga þær þó það sameiginlegt að taka einhvers konar mæri, mörk eða rof til umfjöllunar, hvort sem þau eru landfræðileg, sálfræðileg, menningarleg eða af einhverjum öðrum toga. Á dagskránni í Iðnó lesa höfundarnir örstutt brot úr sögunum og einnig mun Haukur Ingvarsson spjalla við skáldin. Kynnir er Olga Hoownia. Umræður fara fram á ensku en sögurnar verða ýmist lesnar upp á íslensku eða pólsku. Þýðingum verður varpað á tjald, íslenskri með pólsku sögunum og pólskri með þeim íslensku. Menning Mest lesið Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Menning „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ Lífið Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Lífið Valdi hættur að spila í neðri deildunum Lífið Die Antwoord og M.O.P. ásamt fleirum á Secret Solstice Lífið Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Lífið Heillandi arkitektúr í Garðabæ Lífið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Stöðugt á ferð og flugi með sterkari skrokk Lífið samstarf Fleiri fréttir Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Nú fer að líða að lokum Lestrarhátíðar í Bókmenntaborg, en henni líkur föstudaginn 31. október. Stærsti viðburðurinn í lokavikunni er pólskt-íslenskt smásagnakvöld í Iðnó í kvöld klukkan 20. Þar er kastljósinu beint að pólsku skáldunum Piotr Paziski og Zienowit Szczerek og íslensku skáldunum Kristínu Eiríksdóttur, Halldóri Armand Ásgeirssyni og Þórarni Eldjárn. Öll lesa þau upp úr sögum sínum og ræða smásagnaformið við rithöfundinn, bókmenntafræðinginn og útvarpsmanninn Hauk Ingvarsson. Dagskráin er hluti af evrópska smásagnaverkefninu Transgressions: International Narratives Exchange sem Reykjavík Bókmenntaborg tekur þátt í á þessu ári. Höfundar frá Íslandi, Póllandi, Noregi og Liechtenstein skrifuðu nýjar sögur af þessu tilefni og birtust þær allar á pólsku í safnritinu Transgressje: Antologia, sem kom út í Wrocaw, Póllandi fyrr í þessum mánuði. Íslensku sögurnar og tvær þær pólsku munu einnig birtast á íslensku í Nestisboxinu á vef Bókmenntaborgarinnar frá og með deginum í dag. Þessar fimm sögur sem kynntar verða í kvöld eru afar ólíkar að inntaki og stíl. Allar eiga þær þó það sameiginlegt að taka einhvers konar mæri, mörk eða rof til umfjöllunar, hvort sem þau eru landfræðileg, sálfræðileg, menningarleg eða af einhverjum öðrum toga. Á dagskránni í Iðnó lesa höfundarnir örstutt brot úr sögunum og einnig mun Haukur Ingvarsson spjalla við skáldin. Kynnir er Olga Hoownia. Umræður fara fram á ensku en sögurnar verða ýmist lesnar upp á íslensku eða pólsku. Þýðingum verður varpað á tjald, íslenskri með pólsku sögunum og pólskri með þeim íslensku.
Menning Mest lesið Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Menning „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ Lífið Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Lífið Valdi hættur að spila í neðri deildunum Lífið Die Antwoord og M.O.P. ásamt fleirum á Secret Solstice Lífið Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Lífið Heillandi arkitektúr í Garðabæ Lífið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Stöðugt á ferð og flugi með sterkari skrokk Lífið samstarf Fleiri fréttir Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira