Pólskar og íslenskar smásögur Friðrika Benónýsdóttir skrifar 28. október 2014 11:30 Kristín Eiríksdóttir er eitt fimm skálda sem lesa upp úr nýjum smásögum í Iðnó í kvöld. Hér er hún á smásagnahátíðinni í Wroclaw fyrr í mánuðinum. Mynd: opowiadanie.org Nú fer að líða að lokum Lestrarhátíðar í Bókmenntaborg, en henni líkur föstudaginn 31. október. Stærsti viðburðurinn í lokavikunni er pólskt-íslenskt smásagnakvöld í Iðnó í kvöld klukkan 20. Þar er kastljósinu beint að pólsku skáldunum Piotr Paziski og Zienowit Szczerek og íslensku skáldunum Kristínu Eiríksdóttur, Halldóri Armand Ásgeirssyni og Þórarni Eldjárn. Öll lesa þau upp úr sögum sínum og ræða smásagnaformið við rithöfundinn, bókmenntafræðinginn og útvarpsmanninn Hauk Ingvarsson. Dagskráin er hluti af evrópska smásagnaverkefninu Transgressions: International Narratives Exchange sem Reykjavík Bókmenntaborg tekur þátt í á þessu ári. Höfundar frá Íslandi, Póllandi, Noregi og Liechtenstein skrifuðu nýjar sögur af þessu tilefni og birtust þær allar á pólsku í safnritinu Transgressje: Antologia, sem kom út í Wrocaw, Póllandi fyrr í þessum mánuði. Íslensku sögurnar og tvær þær pólsku munu einnig birtast á íslensku í Nestisboxinu á vef Bókmenntaborgarinnar frá og með deginum í dag. Þessar fimm sögur sem kynntar verða í kvöld eru afar ólíkar að inntaki og stíl. Allar eiga þær þó það sameiginlegt að taka einhvers konar mæri, mörk eða rof til umfjöllunar, hvort sem þau eru landfræðileg, sálfræðileg, menningarleg eða af einhverjum öðrum toga. Á dagskránni í Iðnó lesa höfundarnir örstutt brot úr sögunum og einnig mun Haukur Ingvarsson spjalla við skáldin. Kynnir er Olga Hoownia. Umræður fara fram á ensku en sögurnar verða ýmist lesnar upp á íslensku eða pólsku. Þýðingum verður varpað á tjald, íslenskri með pólsku sögunum og pólskri með þeim íslensku. Menning Mest lesið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Lífið Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Staðfesta sambandsslitin Lífið Umboðsmaður Jenner lést af slysförum Lífið Mun aldrei líta á ástina sem sjálfsagða Makamál Rósa og Hersir orðin foreldrar Lífið Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lífið Fleiri fréttir Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum „Ég er sáttur við það dagsverk“ Glatkistunni lokað Laxveiði í net á góðum sumardegi 1993 í Óseyrarnesi Ragga Gísla er borgarlistamaður Reykjavíkur Stórstjörnur úr dansheiminum í Tjarnarbíói Ráðin nýr forstöðumaður Gunnarsstofnunar á Skriðuklaustri „Er ég ekki nóg nema ég sé í gervi einhvers annars?“ Dularfull glæpasaga fær bókafólk til að klóra sér í kolli Ungfrú Ísland og Hringir Orfeusar og annað slúður með flest verðlaun á Grímunni Frægasti ástarþríhyrningur sögunnar fær nýtt líf Ljóð Lomma reyndist vera skáldskapur gervigreindarinnar Eva Fretheim hlaut Glerlykilinn Listamaðurinn sem gleymdist gjörsamlega „Ekkert gengið að casha út á pabba“ Hildur í aðalhlutverki á Listahátíð í Reykjavík Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“ Verðlaunaleikstjóri leikstýrir jólasýningu Þjóðleikhússins Krimmi Elizu Reid á toppnum annan mánuðinn í röð Áslaug Arna, Dóri DNA og Frikki Dór í listapartýi Sjá meira
Nú fer að líða að lokum Lestrarhátíðar í Bókmenntaborg, en henni líkur föstudaginn 31. október. Stærsti viðburðurinn í lokavikunni er pólskt-íslenskt smásagnakvöld í Iðnó í kvöld klukkan 20. Þar er kastljósinu beint að pólsku skáldunum Piotr Paziski og Zienowit Szczerek og íslensku skáldunum Kristínu Eiríksdóttur, Halldóri Armand Ásgeirssyni og Þórarni Eldjárn. Öll lesa þau upp úr sögum sínum og ræða smásagnaformið við rithöfundinn, bókmenntafræðinginn og útvarpsmanninn Hauk Ingvarsson. Dagskráin er hluti af evrópska smásagnaverkefninu Transgressions: International Narratives Exchange sem Reykjavík Bókmenntaborg tekur þátt í á þessu ári. Höfundar frá Íslandi, Póllandi, Noregi og Liechtenstein skrifuðu nýjar sögur af þessu tilefni og birtust þær allar á pólsku í safnritinu Transgressje: Antologia, sem kom út í Wrocaw, Póllandi fyrr í þessum mánuði. Íslensku sögurnar og tvær þær pólsku munu einnig birtast á íslensku í Nestisboxinu á vef Bókmenntaborgarinnar frá og með deginum í dag. Þessar fimm sögur sem kynntar verða í kvöld eru afar ólíkar að inntaki og stíl. Allar eiga þær þó það sameiginlegt að taka einhvers konar mæri, mörk eða rof til umfjöllunar, hvort sem þau eru landfræðileg, sálfræðileg, menningarleg eða af einhverjum öðrum toga. Á dagskránni í Iðnó lesa höfundarnir örstutt brot úr sögunum og einnig mun Haukur Ingvarsson spjalla við skáldin. Kynnir er Olga Hoownia. Umræður fara fram á ensku en sögurnar verða ýmist lesnar upp á íslensku eða pólsku. Þýðingum verður varpað á tjald, íslenskri með pólsku sögunum og pólskri með þeim íslensku.
Menning Mest lesið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Lífið Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Staðfesta sambandsslitin Lífið Umboðsmaður Jenner lést af slysförum Lífið Mun aldrei líta á ástina sem sjálfsagða Makamál Rósa og Hersir orðin foreldrar Lífið Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lífið Fleiri fréttir Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum „Ég er sáttur við það dagsverk“ Glatkistunni lokað Laxveiði í net á góðum sumardegi 1993 í Óseyrarnesi Ragga Gísla er borgarlistamaður Reykjavíkur Stórstjörnur úr dansheiminum í Tjarnarbíói Ráðin nýr forstöðumaður Gunnarsstofnunar á Skriðuklaustri „Er ég ekki nóg nema ég sé í gervi einhvers annars?“ Dularfull glæpasaga fær bókafólk til að klóra sér í kolli Ungfrú Ísland og Hringir Orfeusar og annað slúður með flest verðlaun á Grímunni Frægasti ástarþríhyrningur sögunnar fær nýtt líf Ljóð Lomma reyndist vera skáldskapur gervigreindarinnar Eva Fretheim hlaut Glerlykilinn Listamaðurinn sem gleymdist gjörsamlega „Ekkert gengið að casha út á pabba“ Hildur í aðalhlutverki á Listahátíð í Reykjavík Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“ Verðlaunaleikstjóri leikstýrir jólasýningu Þjóðleikhússins Krimmi Elizu Reid á toppnum annan mánuðinn í röð Áslaug Arna, Dóri DNA og Frikki Dór í listapartýi Sjá meira
Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“