Enski boltinn

Oxlade-Chamberlain skaut Arsenal á toppinn

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Vísir/Getty
Alex Oxlade-Chamberlain var hetja Arsenal í 2-0 sigri á Crystal Palace á Emirates-vellinum í dag. Oxlade-Chamberlain skoraði bæði mörk Arsenal og tryggði skyttunum stigin þrjú.

Þrátt fyrir að vera með boltann bróðurpart fyrri hálfleiks náðu heimamenn ekki að koma boltanum framhjá Julian Speroni í marki Crystal Palace í fyrri hálfleik. Skilaboð Arsene Wenger, knattspyrnustjóra Arsenal virtust hafa hitt beint í mark því eftir aðeins tveggja mínútna leik náði Arsenal forskotinu. Santi Cazorla átti þá sendingu inn fyrir vörn Crystal Palace og þar lyfti Oxlade-Chamberlain boltanum yfir Julian Speroni og í netið.

Um miðbik seinni hálfleiksins gerði Oxlade-Chamberlain síðan endanlega út um leikinn. Olivier Giroud átti þá góða stungusendingu inn á Chamberlain sem tryggði stigin þrjú með öðru marki sínu.

Eftir þetta fjarað leikurinn út og lauk leiknum með 2-0 sigri Arsenal sem fer aftur upp fyrir Manchester City í efsta sæti ensku úrvalsdeildarinnar. Manchester City tekur á móti Chelsea á Etihad vellinum á morgun og getur endurheimt toppsætið.

Vísir/Gettyimages



Fleiri fréttir

Sjá meira


×