Enski boltinn

Rodgers: Ætla ekki að kenna Toure um þetta

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Brendan Rodgers
Brendan Rodgers Vísir/Gettyimages
Brendan Rodgers, knattspyrnustjóri Liverpool var ósáttur að fara frá The Hawthorns með aðeins eitt stig eftir 1-1 jafntefli Liverpool gegn WBA í ensku úrvalsdeildinni í dag.

„Við stjórnuðum leiknum, héldum boltanum vel og vorum að skapa færi framan af. Við skorum fyrsta mark leiksins upp úr góðri spilamennsku,“ sagði Rodgers.

„Við gerðum mistök og eftir það var meira jafnræði í leiknum það sem eftir lifði leiks. Við vorum vonsviknir eftir leikinn því við misstum af tækifærinu að ná þremur stigum. Við tökum þetta stig, við fengum engin stig gegn WBA í fyrra en við tökum fjögur í ár. Vonandi mun þetta stig hjálpa okkur í lokin,“

Liverpool hefði eflaust farið með stigin þrjú í farteskinu ef Kolo Toure hefði ekki gert skelfileg mistök eftir rúmlega klukkutíma leik. Rodgers vildi hinsvegar ekki einblína á þessi mistök heldur

„Ég vill ekki gagnrýna leikmenn, sérstaklega varnarmenn. Við viljum spila frá aftasta manni og það hefur hjálpað okkur en við töpuðum á því hér í dag. Ég ætla ekki að kenna Kolo um þetta, hann átti sennilega ekki að fá sendingu þarna undir pressu. Ég er hinsvegar viss um að reynslumikill leikmaður eins og Toure mun ekki dvelja á þessu,“ sagði Rodgers.

Vísir/Gettyimages



Fleiri fréttir

Sjá meira


×