Enski boltinn

Meulensteen enn starfsmaður Fulham

Róbert Jóhannsson skrifar
Rene Meulensteen hefur ekki náð að laða fram það besta í liði Fulham
Rene Meulensteen hefur ekki náð að laða fram það besta í liði Fulham Vísir/Getty
Samkvæmt fréttum frá Englandi virðist svo vera sem að Rene Meulensteen hafi í raun ekki verið rekinn frá Fulham ennþá.

Enn eru viðræður í gangi við Felix Magath um það hvaða starfsmönnum hann vill halda í þjálfaraliðinu og á meðan þær fara fram eru allir enn á samningi hjá félaginu.

Eigendur Fulham hafa ekki sýnt mikla þolinmæði á tímabilinu, liðinu hefur gengið bölvanlega innan vallar og telja þeir réttast að skipta um stjóra í annað sinn á tímabilinu til þess að rétta gengi liðsins við.

Meulensteen hafði aðeins verið við stjórnvölinn í 75 daga þegar fréttirnar bárust um að hann hafi verið rekinn en nú er staðan þannig að Magath vill fá að líta á hvað félagið hefur upp á að bjóða í þjálfaraliðinu áður en nokkur verður látinn fara.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×