Enski boltinn

Brendan Rodgers: Betra liðið tapaði

Róbert Jóhannsson skrifar
Brendan Rodgers var öllu þungbrýndari í dag en síðast gegn Arsenal
Brendan Rodgers var öllu þungbrýndari í dag en síðast gegn Arsenal
Brendan Rodgers var nokkuð sáttur við frammistöðu leikmanna sinna þrátt fyrir tapið gegn Arsenal í ensku bikarkeppninni í dag.

"Betra liðið tapaði í dag, við verðskulduðum í það minnsta annan leik," sagði Brendan Rodgers framkvæmdarstjóri Liverpool eftir tap sinna manna gegn Arsenal fyrr í dag.

"Við hefðum líklega átt að vera 2-0 yfir eftir fyrstu sex til sjö mínúturnar."

"Við vorum frábærir fram á við en að sama skapi erum við vonsviknir með mörkin sem við fengum á okkur."

"Ég er virkilega ósáttur með að hafa ekki fengið annað víti," sagði Rodgers og átti þá við atvik nokkrum mínútum eftir að Liverpool minnkaði muninn, en þá keyrði Alex Oxlade-Chamberlain hann Luis Suarez niður beint fyrir framan nefið á Howard Webb dómara leiksins sem sá ekkert athugavert við þau viðskipti.

"Nú þurfum við bara að einbeita okkur að einni keppni það sem eftir er af tímabilinu og við verðum virkilega að einbeita okkur að síðustu tólf leikjunum í deildinni."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×