Hallgrímur Jónasson og félagar í botnliði SönderjyskE tóku stig af stórliði FC Kaupamannahafnar í dönsku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld en liðin gerðu þá markalaust jafntefli á heimavelli SönderjyskE.
Hallgrímur Jónasson spilaði allan tímann í vörn Sönderjysk en liðið er enn þremur stigum frá öruggu sæti í deildinni.
Marin Skender, markvörður SönderjyskE, var hetja leiksins en hann varð oft vel frá sóknarmönnum FCK þar á meðal einu sinni frá íslenska landsliðsmanninum Rúriki Gíslasyni.
Rúrik spilaði allan leikinn fyrir FCK sem er í 3. sæti deildarinnar, sjö stigum á eftir toppliði Midtjylland.
Hallgrímur og félagar héldu hreinu á móti FCK
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið





Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“
Íslenski boltinn

Svona er hópur Íslands sem fer á EM
Körfubolti

Fyrrum leikmaður Sir Alex er prestur
Enski boltinn


