Enski boltinn

Clattenburg ekki refsað fyrir ummælin

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Clattenburg ræðir við Lallana.
Clattenburg ræðir við Lallana. Nordic Photos / Getty
Mark Clattenburg knattspyrnudómara verður ekki refsað af enska knattspyrnusambandinu eftir að kvartað var undan honum nú á dögunum.

Forráðamenn Southampton sendu inn kvörtun eftir að Clattenburg dæmdi leik liðsins gegn Everton í síðasta mánuði. Hún beindist að ummælum dómarans gagnvart fyrirliðanum Adam Lallana.

„Þú breyttist eftir að þú varst valinn í enska landsliðið. Þú varst aldrei svona áður,“ mun Clattenburg hafa sagt við Lallana, samkvæmt enskum fjölmiðlum.

Enska knattspyrnusambandið hefur staðfest að kvörtun barst frá Southampton og mat svo að ummæli dómarans brjóti ekki reglur sambandsins. Clattenburg verði því ekki refsað.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×