Enski boltinn

Clattenburg sakaður um dónaskap

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Lallana og Clattenburg ræðast við.
Lallana og Clattenburg ræðast við. Nordic Photos / Getty
Knattspyrnudómarinn Mark Clattenburg liggur nú undir ásökunum um að hafa móðgað leikmann í leik sem hann dæmdi á dögunum.

Þetta kemur fram í enskum fjölmiðlum í dag en Clattenburg mun hafa látið móðgandi og dónaleg ummæli falla í garð Adam Lallana, fyrirliða Southampton, í leik liðsins gegn Everton um helgina.

Atvikið mun hafa átt sér stað þegar að Lallana kvartaði undan því að Clattenburg dæmdi Southampton ekki vítaspyrnu í leiknum.

Forráðamenn félagsins munu hafa farið fram á við forráðamenn ensku úrvalsdeildarinnar að Clattenburg dæmi ekki fleiri leiki hjá því á meðan rannsókn málsins stendur yfir.

Þetta er í annað sinn á skömmum tíma sem að Clattenburg þarf að horfast í augu við ásakanir sem þessar. Honum var gefið að sök að hafa notað óviðeigandi orðbragð gagnvart John Obi Mikel, leikmann Chelsea, fyrir rúmu ári síðan en hann var síðar hreinsaður af þeim ásökunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×