Virkjanir í efri Þjórsá aftur möguleiki Hrund Þórsdóttir skrifar 6. janúar 2014 20:00 Eins og fram kom í fréttum okkar um helgina eru náttúruverndarsinnar æfir yfir ákvörðun umhverfisráðherra um að breyta skilmálum fyrir stækkun friðlands í Þjórsárverum og telja þeir að nýju opnað á virkjunarkosti í Þjórsá. Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, segir þá útfærslu Norðlingaölduveitu sem kynnt hafi verið í rammaáætlun tvö ekki mögulega lengur en að Landsvirkjun hafi áhuga á að leggja fram aðra virkjunarkosti í efri Þjórsá. „Annars vegar erum við að skoða að vera með stífluna á sama stað en minnka lónið um helming þannig að lónið yrði alfarið í árfarveginum og hins vegar er möguleiki á að færa stífluna neðar eftir ánni,“ segir Hörður.Svo þessi ákvörðun ráðherra er búin að opna á þetta mál aftur; beittuð þið hann þrýstingi til að ná þessu fram? „Við náttúrulega erum hagsmunaaðili á svæðinu bæði vegna núverandi mannvirkja okkar og frekari áforma og þar sem við erum hagsmunaaðili er eðlilegt að við höfum umsagnarrétt um tillögurnar. Við sendum inn nokkrar umsagnir sem sneru bæði að núverandi mannvirkjum sem eru austast á svæðinu og suður af svæðinu þar sem við sjáum fyrir okkur mögulegar frekari virkjanaframkvæmdir. Ég myndi ekki orða þetta þannig að við höfum beitt þrýstingi en við lögðum fram okkar sjónarmið.“ Hörður segir verndun Þjórsárvera tryggða og að hann kveðst gera sér grein fyrir að möguleg áhrif á fossaröðina í Þjórsá, þ.e. Kjálkaversfoss, Dynk og Gljúfurleitarfoss, valdi nú helst áhyggjum. Áhrif á hana séu þó ofmetin. „Það er líka mikilvægt að þessi áhrif eru algjörlega afturkræf. Ef þjóðin vill eftir 20 ár eða eitthvað fjarlægja stífluna er ekkert því til fyrirstöðu og áhrifin hverfa þá algjörlega.“Skilurðu áhyggjur náttúruverndarsinna? „Já.“ Tengdar fréttir Ómar með gagnsókn; Dynkur fái vatnið aftur Nýjar hugmyndir um að virkja orku efri Þjórsár með Norðlingaölduveitu mæta harðri andstöðu náttúruverndarsamtaka sem og oddvita Skeiða- og Gnúpverjahrepps. 14. ágúst 2013 19:18 Segir Norðlingaölduveitu bæði hagkvæma og umhverfisvæna Landsvirkjun hefur kynnt iðnaðarráðherra breytta útfærslu Norðlingaölduveitu og kveðst Ragnheiður Elín Árnadóttir eftir ferð á svæðið enn sannfærðari en áður um að þann kost megi nýta til raforkuframleiðslu án þess að Þjórsárver skaðist. 13. ágúst 2013 18:38 Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Innlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Fleiri fréttir Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Sjá meira
Eins og fram kom í fréttum okkar um helgina eru náttúruverndarsinnar æfir yfir ákvörðun umhverfisráðherra um að breyta skilmálum fyrir stækkun friðlands í Þjórsárverum og telja þeir að nýju opnað á virkjunarkosti í Þjórsá. Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, segir þá útfærslu Norðlingaölduveitu sem kynnt hafi verið í rammaáætlun tvö ekki mögulega lengur en að Landsvirkjun hafi áhuga á að leggja fram aðra virkjunarkosti í efri Þjórsá. „Annars vegar erum við að skoða að vera með stífluna á sama stað en minnka lónið um helming þannig að lónið yrði alfarið í árfarveginum og hins vegar er möguleiki á að færa stífluna neðar eftir ánni,“ segir Hörður.Svo þessi ákvörðun ráðherra er búin að opna á þetta mál aftur; beittuð þið hann þrýstingi til að ná þessu fram? „Við náttúrulega erum hagsmunaaðili á svæðinu bæði vegna núverandi mannvirkja okkar og frekari áforma og þar sem við erum hagsmunaaðili er eðlilegt að við höfum umsagnarrétt um tillögurnar. Við sendum inn nokkrar umsagnir sem sneru bæði að núverandi mannvirkjum sem eru austast á svæðinu og suður af svæðinu þar sem við sjáum fyrir okkur mögulegar frekari virkjanaframkvæmdir. Ég myndi ekki orða þetta þannig að við höfum beitt þrýstingi en við lögðum fram okkar sjónarmið.“ Hörður segir verndun Þjórsárvera tryggða og að hann kveðst gera sér grein fyrir að möguleg áhrif á fossaröðina í Þjórsá, þ.e. Kjálkaversfoss, Dynk og Gljúfurleitarfoss, valdi nú helst áhyggjum. Áhrif á hana séu þó ofmetin. „Það er líka mikilvægt að þessi áhrif eru algjörlega afturkræf. Ef þjóðin vill eftir 20 ár eða eitthvað fjarlægja stífluna er ekkert því til fyrirstöðu og áhrifin hverfa þá algjörlega.“Skilurðu áhyggjur náttúruverndarsinna? „Já.“
Tengdar fréttir Ómar með gagnsókn; Dynkur fái vatnið aftur Nýjar hugmyndir um að virkja orku efri Þjórsár með Norðlingaölduveitu mæta harðri andstöðu náttúruverndarsamtaka sem og oddvita Skeiða- og Gnúpverjahrepps. 14. ágúst 2013 19:18 Segir Norðlingaölduveitu bæði hagkvæma og umhverfisvæna Landsvirkjun hefur kynnt iðnaðarráðherra breytta útfærslu Norðlingaölduveitu og kveðst Ragnheiður Elín Árnadóttir eftir ferð á svæðið enn sannfærðari en áður um að þann kost megi nýta til raforkuframleiðslu án þess að Þjórsárver skaðist. 13. ágúst 2013 18:38 Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Innlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Fleiri fréttir Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Sjá meira
Ómar með gagnsókn; Dynkur fái vatnið aftur Nýjar hugmyndir um að virkja orku efri Þjórsár með Norðlingaölduveitu mæta harðri andstöðu náttúruverndarsamtaka sem og oddvita Skeiða- og Gnúpverjahrepps. 14. ágúst 2013 19:18
Segir Norðlingaölduveitu bæði hagkvæma og umhverfisvæna Landsvirkjun hefur kynnt iðnaðarráðherra breytta útfærslu Norðlingaölduveitu og kveðst Ragnheiður Elín Árnadóttir eftir ferð á svæðið enn sannfærðari en áður um að þann kost megi nýta til raforkuframleiðslu án þess að Þjórsárver skaðist. 13. ágúst 2013 18:38