Virkjanir í efri Þjórsá aftur möguleiki Hrund Þórsdóttir skrifar 6. janúar 2014 20:00 Eins og fram kom í fréttum okkar um helgina eru náttúruverndarsinnar æfir yfir ákvörðun umhverfisráðherra um að breyta skilmálum fyrir stækkun friðlands í Þjórsárverum og telja þeir að nýju opnað á virkjunarkosti í Þjórsá. Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, segir þá útfærslu Norðlingaölduveitu sem kynnt hafi verið í rammaáætlun tvö ekki mögulega lengur en að Landsvirkjun hafi áhuga á að leggja fram aðra virkjunarkosti í efri Þjórsá. „Annars vegar erum við að skoða að vera með stífluna á sama stað en minnka lónið um helming þannig að lónið yrði alfarið í árfarveginum og hins vegar er möguleiki á að færa stífluna neðar eftir ánni,“ segir Hörður.Svo þessi ákvörðun ráðherra er búin að opna á þetta mál aftur; beittuð þið hann þrýstingi til að ná þessu fram? „Við náttúrulega erum hagsmunaaðili á svæðinu bæði vegna núverandi mannvirkja okkar og frekari áforma og þar sem við erum hagsmunaaðili er eðlilegt að við höfum umsagnarrétt um tillögurnar. Við sendum inn nokkrar umsagnir sem sneru bæði að núverandi mannvirkjum sem eru austast á svæðinu og suður af svæðinu þar sem við sjáum fyrir okkur mögulegar frekari virkjanaframkvæmdir. Ég myndi ekki orða þetta þannig að við höfum beitt þrýstingi en við lögðum fram okkar sjónarmið.“ Hörður segir verndun Þjórsárvera tryggða og að hann kveðst gera sér grein fyrir að möguleg áhrif á fossaröðina í Þjórsá, þ.e. Kjálkaversfoss, Dynk og Gljúfurleitarfoss, valdi nú helst áhyggjum. Áhrif á hana séu þó ofmetin. „Það er líka mikilvægt að þessi áhrif eru algjörlega afturkræf. Ef þjóðin vill eftir 20 ár eða eitthvað fjarlægja stífluna er ekkert því til fyrirstöðu og áhrifin hverfa þá algjörlega.“Skilurðu áhyggjur náttúruverndarsinna? „Já.“ Tengdar fréttir Ómar með gagnsókn; Dynkur fái vatnið aftur Nýjar hugmyndir um að virkja orku efri Þjórsár með Norðlingaölduveitu mæta harðri andstöðu náttúruverndarsamtaka sem og oddvita Skeiða- og Gnúpverjahrepps. 14. ágúst 2013 19:18 Segir Norðlingaölduveitu bæði hagkvæma og umhverfisvæna Landsvirkjun hefur kynnt iðnaðarráðherra breytta útfærslu Norðlingaölduveitu og kveðst Ragnheiður Elín Árnadóttir eftir ferð á svæðið enn sannfærðari en áður um að þann kost megi nýta til raforkuframleiðslu án þess að Þjórsárver skaðist. 13. ágúst 2013 18:38 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Innlent Fleiri fréttir Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Sjá meira
Eins og fram kom í fréttum okkar um helgina eru náttúruverndarsinnar æfir yfir ákvörðun umhverfisráðherra um að breyta skilmálum fyrir stækkun friðlands í Þjórsárverum og telja þeir að nýju opnað á virkjunarkosti í Þjórsá. Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, segir þá útfærslu Norðlingaölduveitu sem kynnt hafi verið í rammaáætlun tvö ekki mögulega lengur en að Landsvirkjun hafi áhuga á að leggja fram aðra virkjunarkosti í efri Þjórsá. „Annars vegar erum við að skoða að vera með stífluna á sama stað en minnka lónið um helming þannig að lónið yrði alfarið í árfarveginum og hins vegar er möguleiki á að færa stífluna neðar eftir ánni,“ segir Hörður.Svo þessi ákvörðun ráðherra er búin að opna á þetta mál aftur; beittuð þið hann þrýstingi til að ná þessu fram? „Við náttúrulega erum hagsmunaaðili á svæðinu bæði vegna núverandi mannvirkja okkar og frekari áforma og þar sem við erum hagsmunaaðili er eðlilegt að við höfum umsagnarrétt um tillögurnar. Við sendum inn nokkrar umsagnir sem sneru bæði að núverandi mannvirkjum sem eru austast á svæðinu og suður af svæðinu þar sem við sjáum fyrir okkur mögulegar frekari virkjanaframkvæmdir. Ég myndi ekki orða þetta þannig að við höfum beitt þrýstingi en við lögðum fram okkar sjónarmið.“ Hörður segir verndun Þjórsárvera tryggða og að hann kveðst gera sér grein fyrir að möguleg áhrif á fossaröðina í Þjórsá, þ.e. Kjálkaversfoss, Dynk og Gljúfurleitarfoss, valdi nú helst áhyggjum. Áhrif á hana séu þó ofmetin. „Það er líka mikilvægt að þessi áhrif eru algjörlega afturkræf. Ef þjóðin vill eftir 20 ár eða eitthvað fjarlægja stífluna er ekkert því til fyrirstöðu og áhrifin hverfa þá algjörlega.“Skilurðu áhyggjur náttúruverndarsinna? „Já.“
Tengdar fréttir Ómar með gagnsókn; Dynkur fái vatnið aftur Nýjar hugmyndir um að virkja orku efri Þjórsár með Norðlingaölduveitu mæta harðri andstöðu náttúruverndarsamtaka sem og oddvita Skeiða- og Gnúpverjahrepps. 14. ágúst 2013 19:18 Segir Norðlingaölduveitu bæði hagkvæma og umhverfisvæna Landsvirkjun hefur kynnt iðnaðarráðherra breytta útfærslu Norðlingaölduveitu og kveðst Ragnheiður Elín Árnadóttir eftir ferð á svæðið enn sannfærðari en áður um að þann kost megi nýta til raforkuframleiðslu án þess að Þjórsárver skaðist. 13. ágúst 2013 18:38 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Innlent Fleiri fréttir Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Sjá meira
Ómar með gagnsókn; Dynkur fái vatnið aftur Nýjar hugmyndir um að virkja orku efri Þjórsár með Norðlingaölduveitu mæta harðri andstöðu náttúruverndarsamtaka sem og oddvita Skeiða- og Gnúpverjahrepps. 14. ágúst 2013 19:18
Segir Norðlingaölduveitu bæði hagkvæma og umhverfisvæna Landsvirkjun hefur kynnt iðnaðarráðherra breytta útfærslu Norðlingaölduveitu og kveðst Ragnheiður Elín Árnadóttir eftir ferð á svæðið enn sannfærðari en áður um að þann kost megi nýta til raforkuframleiðslu án þess að Þjórsárver skaðist. 13. ágúst 2013 18:38