Gestur hennar í brúðkaupið var leikarinn ungi Jaden Smith, sonur Will Smith, en þau hafa verið góðir vinir lengi. Eitthvað hefr sá vinskapur færst á nýtt stig er til þeirra sást kyssast í brúðkaupinu.
Parið eyddi einnig nokkrum rómantískum dögum í París fyrir brúðkaupið þar sem meðal annars sást til þeirra borða ís í neðanjarðalestinni.
Kylie var ein af fáum sem fékk að taka gest með sér í brúðkaupið. Stóra systir hennar Khloé Kardashian fékk ekki að taka með sér nýja kærasta sinn French Montana og þá hætti stjúpbróðir þeirra, Brody Jenner, við að koma þar sem hann mátti ekki taka kærustu sína með.