Gerir ekki mikið í bransanum nema vera vel tengdur Tómas Þór Þórðarson skrifar 11. apríl 2014 06:30 Þrír góðir. Louis van Gaal, Grétar Rafn og Robin van Persie. „Ég er í námi að læra fótboltastjórnun og er einnig að kynnast fólki og stækka tengslanetið. Maður er að læra allt um leikinn sem maður kann ekki og veit ekki hvernig virkar. Fótboltinn er svo fljótur að breytast að maður verður að uppfæra sig,“ segir Grétar Rafn Steinsson, fyrrverandi atvinnu- og landsliðsmaður í fótbolta, sem lagt hefur skóna á hilluna vegna þrálátra meiðsla. Grétar Rafn er nú á fullu að undirbúa sig fyrir lífið eftir fótboltaferilinn þótt hann stefni að starfi innan fótboltans. Hann nemur fótboltastjórnun við Johan Cruyff-stofnunina þar sem kenndar eru viðskiptahliðar boltans. „Þetta tengist meira viðskiptum en fótbolta. Með fullri virðingu fyrir okkur fótboltamönnum þá erum við margir ekkert búnir með mikið háskólanám. En sem betur fer kláraði ég fjölbraut áður en ég fór út og er því með einhvern grunn,“ segir Grétar en hvað er það nákvæmlega sem menn læra þarna? „Það er mikið farið út í áætlanir, taktík og greiningar. Einnig fer þetta yfir í markaðsfræði og vörumerkin. Þetta eru bara alls konar þættir sem snúa að viðskiptahluta fótboltafélaga – eitthvað sem ég þekki ekki. Ég þarf að læra þetta og hef mjög gaman af. Svo sjáum við bara til hversu langt þetta fer með mig.“ Grétar er einnig á miklu flakki um Evrópu og fer á fótboltaleiki víðs vegar um álfuna. Það gerir hann til að styrkja tengslanetið ef ske kynni að hann myndi til dæmis leggja fyrir sig umboðsmennsku. Hann er nú þegar farinn af stað með skrifstofu sem hann rekur erlendis.Framtíðin óráðin „Þú gerir ekkert mikið í þessum bransa nema vera vel tengdur og vita hvað er að gerast. Ég vinn í gegnum erlendan markað og er með skrifstofu hérna úti. Framtíðin er samt óráðin. Ég er með umboðsréttindi en maður þarf bara alltaf að vera tilbúinn að læra og uppfæra sig,“ segir Grétar en ein ástæða þess að hann sækir alla þessa velli og ferðast svona mikið er til að minna á sig. „Þú ert kannski eitthvað þekktur þegar þú ert að spila en þegar þú hættir ertu bara einn af hundruðum þúsunda fyrrverandi fótboltamanna. Maður er fljótur að gleymast. Því þarf að leggja á sig marga tíma á dag til að gera eitthvað því heimurinn getur verið harður,“ segir Grétar Rafn. Mynd af Grétari Rafni vakti mikla athygli hér heima um síðustu helgi þar sem hann sást á leiðinni á leik Vitesse Arnhem og Ajax með tveimur risum í bransanum: Louis van Gaal, landsliðsþjálfara Hollands, og Robin van Persie, framherja Manchester United. „Ég þekki Van Gaal náttúrlega mjög vel eftir daga mína hjá AZ. Hann skutlaði okkur á völlinn og við áttum bara fínasta dag saman. Ég er búinn að vera í heimsókn hjá hollenska sambandinu þannig að þetta hentaði ágætlega. Maður þarf að reyna að fá sem mest út úr svona dögum.“ Fótbolti Mest lesið Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Japanskur hnefaleikakappi lést eftir bardaga Sport Nunez farinn frá Liverpool Enski boltinn Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Haaland á skotskónum í sigri Man. City Sport De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Enski boltinn Reiður Geno sendi áhorfanda fingurinn Sport Shedeur stóð sig vel og fékk hrós frá LeBron Sport Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Enski boltinn Segja Sölva hæðast að Bröndby Fótbolti Fleiri fréttir Nunez farinn frá Liverpool McLagan framlengir við Framara De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Völsungur kom til baka og nældi í stig Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Diljá með stoðsendingu í fyrsta byrjunarliðsleiknum Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Daníel Tristan lagði upp mark en það var ekki nóg gegn toppliðinu Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Meiðsli Rodri verri en menn héldu Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Segja Sölva hæðast að Bröndby Fékk flugeld í punginn í leik Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Heimsmeistarar Chelsea lögðu Leverkusen í æfingaleik Njarðvíkingar á toppi Lengjudeildarinnar Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Þór lagði Fylki og þjarma að toppliðunum í Lengjudeildinni Jón Daði í hóp hjá Selfossi í fyrsta sinn í sumar Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United „Pele Palestínu“ drepinn á Gaza-ströndinni „Eigum von á því að fá þetta tjón að fullu bætt“ Sjá meira
„Ég er í námi að læra fótboltastjórnun og er einnig að kynnast fólki og stækka tengslanetið. Maður er að læra allt um leikinn sem maður kann ekki og veit ekki hvernig virkar. Fótboltinn er svo fljótur að breytast að maður verður að uppfæra sig,“ segir Grétar Rafn Steinsson, fyrrverandi atvinnu- og landsliðsmaður í fótbolta, sem lagt hefur skóna á hilluna vegna þrálátra meiðsla. Grétar Rafn er nú á fullu að undirbúa sig fyrir lífið eftir fótboltaferilinn þótt hann stefni að starfi innan fótboltans. Hann nemur fótboltastjórnun við Johan Cruyff-stofnunina þar sem kenndar eru viðskiptahliðar boltans. „Þetta tengist meira viðskiptum en fótbolta. Með fullri virðingu fyrir okkur fótboltamönnum þá erum við margir ekkert búnir með mikið háskólanám. En sem betur fer kláraði ég fjölbraut áður en ég fór út og er því með einhvern grunn,“ segir Grétar en hvað er það nákvæmlega sem menn læra þarna? „Það er mikið farið út í áætlanir, taktík og greiningar. Einnig fer þetta yfir í markaðsfræði og vörumerkin. Þetta eru bara alls konar þættir sem snúa að viðskiptahluta fótboltafélaga – eitthvað sem ég þekki ekki. Ég þarf að læra þetta og hef mjög gaman af. Svo sjáum við bara til hversu langt þetta fer með mig.“ Grétar er einnig á miklu flakki um Evrópu og fer á fótboltaleiki víðs vegar um álfuna. Það gerir hann til að styrkja tengslanetið ef ske kynni að hann myndi til dæmis leggja fyrir sig umboðsmennsku. Hann er nú þegar farinn af stað með skrifstofu sem hann rekur erlendis.Framtíðin óráðin „Þú gerir ekkert mikið í þessum bransa nema vera vel tengdur og vita hvað er að gerast. Ég vinn í gegnum erlendan markað og er með skrifstofu hérna úti. Framtíðin er samt óráðin. Ég er með umboðsréttindi en maður þarf bara alltaf að vera tilbúinn að læra og uppfæra sig,“ segir Grétar en ein ástæða þess að hann sækir alla þessa velli og ferðast svona mikið er til að minna á sig. „Þú ert kannski eitthvað þekktur þegar þú ert að spila en þegar þú hættir ertu bara einn af hundruðum þúsunda fyrrverandi fótboltamanna. Maður er fljótur að gleymast. Því þarf að leggja á sig marga tíma á dag til að gera eitthvað því heimurinn getur verið harður,“ segir Grétar Rafn. Mynd af Grétari Rafni vakti mikla athygli hér heima um síðustu helgi þar sem hann sást á leiðinni á leik Vitesse Arnhem og Ajax með tveimur risum í bransanum: Louis van Gaal, landsliðsþjálfara Hollands, og Robin van Persie, framherja Manchester United. „Ég þekki Van Gaal náttúrlega mjög vel eftir daga mína hjá AZ. Hann skutlaði okkur á völlinn og við áttum bara fínasta dag saman. Ég er búinn að vera í heimsókn hjá hollenska sambandinu þannig að þetta hentaði ágætlega. Maður þarf að reyna að fá sem mest út úr svona dögum.“
Fótbolti Mest lesið Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Japanskur hnefaleikakappi lést eftir bardaga Sport Nunez farinn frá Liverpool Enski boltinn Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Haaland á skotskónum í sigri Man. City Sport De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Enski boltinn Reiður Geno sendi áhorfanda fingurinn Sport Shedeur stóð sig vel og fékk hrós frá LeBron Sport Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Enski boltinn Segja Sölva hæðast að Bröndby Fótbolti Fleiri fréttir Nunez farinn frá Liverpool McLagan framlengir við Framara De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Völsungur kom til baka og nældi í stig Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Diljá með stoðsendingu í fyrsta byrjunarliðsleiknum Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Daníel Tristan lagði upp mark en það var ekki nóg gegn toppliðinu Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Meiðsli Rodri verri en menn héldu Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Segja Sölva hæðast að Bröndby Fékk flugeld í punginn í leik Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Heimsmeistarar Chelsea lögðu Leverkusen í æfingaleik Njarðvíkingar á toppi Lengjudeildarinnar Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Þór lagði Fylki og þjarma að toppliðunum í Lengjudeildinni Jón Daði í hóp hjá Selfossi í fyrsta sinn í sumar Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United „Pele Palestínu“ drepinn á Gaza-ströndinni „Eigum von á því að fá þetta tjón að fullu bætt“ Sjá meira
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti