Kveikti bál í Brynhildi Ólöf Skaftadóttir skrifar 11. apríl 2014 14:00 Brynhildur Guðjónsdóttir Fréttablaðið/Daníel „Mig langaði til að sjá þessa sögu lifna við á sviðinu,“ segir Ólafur Egill Egilsson, höfundur leikgerðar af Karitas án titils eftir Kristínu Marju Baldursdóttur, sem sett verður upp á fjölum Þjóðleikhússins í haust. „Þetta er áhrifamikil og dramatísk saga, bæði um samfélagslegar hræringar og hræringar hjartans,“ bætir Ólafur við. „Þetta er kvennasaga, jú, en kannski fyrst og fremst einstaklingssaga – um baráttuna fyrir því að ráða lífi sínu – frelsið og helsið í tilverunni.“Harpa Arnardóttir kemur til með að leikstýra verkinu, en Brynhildur Guðjónsdóttir leikur titilhlutverkið.Ólafur Egill Egilsson útilokar ekki að skrifa leikgerð upp úr Óreiðu á striga. Fréttablaðið/Valli„Einhvern veginn höguðu örlögin því þannig að ég hafði ekki lesið bókina, svo ég las leikgerðina hans Ólafs fyrst og kynntist sögunni þannig. Leikgerðin er algjörlega frábær og hún kveikti bál í mér. Óli er frábær sviðsarkítekt og náttúrulega penni og hann skrifar gagngert inn á svið, en í því felst mikil fullnægja fyrir leikara, að verkið sé skrifað af einhverjum sem skilur leikhús svona vel. Leikgerðin er bæði ljóðræn og unnin af mikilli virðingu fyrir höfundarverki Kristínar Marju,“ útskýrir Brynhildur sem hlakkar til að takast á við verkefnið. „Ég hef gert þetta svona undanfarin ár, tekið að mér eitt hlutverk og reynt að þjóna því vel.“ Brynhildur leikur nú í Furðulegu háttalagi hunds um nótt í Borgarleikhúsinu, í fyrra lék hún í Gullregni Ragnars Bragasonar og á næsta leikári er það Karitas. „Leikgerðin er búin til af svo miklu næmi og þetta er manneskjusaga. Tilfinningarnar eru stórar og togstreitan mikil.“ Brynhildur segir aðspurð að fólk hafi alltaf misjafnar skoðanir á því þegar bók er leikgerð. „Það sem við setjum á svið er sjálfstætt listaverk. Leikhús lýtur allt öðrum lögmálum en skáldsagan og ég hlakka bara til að takast á við þetta skemmtilega en krefjandi verkefni.“ Ólafur Egill útilokar ekki að hann muni skrifa leikgerð upp úr sjálfstæðu framhaldi sögunnar um Karitas, Óreiðu á striga. „Við sjáum hvernig þetta fer, en það gæti bara vel verið ef við náum til fólksins.“ Mest lesið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Menning Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Lífið Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Bíó og sjónvarp Robert Wilson er látinn Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Fleiri fréttir Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti Sjá meira
„Mig langaði til að sjá þessa sögu lifna við á sviðinu,“ segir Ólafur Egill Egilsson, höfundur leikgerðar af Karitas án titils eftir Kristínu Marju Baldursdóttur, sem sett verður upp á fjölum Þjóðleikhússins í haust. „Þetta er áhrifamikil og dramatísk saga, bæði um samfélagslegar hræringar og hræringar hjartans,“ bætir Ólafur við. „Þetta er kvennasaga, jú, en kannski fyrst og fremst einstaklingssaga – um baráttuna fyrir því að ráða lífi sínu – frelsið og helsið í tilverunni.“Harpa Arnardóttir kemur til með að leikstýra verkinu, en Brynhildur Guðjónsdóttir leikur titilhlutverkið.Ólafur Egill Egilsson útilokar ekki að skrifa leikgerð upp úr Óreiðu á striga. Fréttablaðið/Valli„Einhvern veginn höguðu örlögin því þannig að ég hafði ekki lesið bókina, svo ég las leikgerðina hans Ólafs fyrst og kynntist sögunni þannig. Leikgerðin er algjörlega frábær og hún kveikti bál í mér. Óli er frábær sviðsarkítekt og náttúrulega penni og hann skrifar gagngert inn á svið, en í því felst mikil fullnægja fyrir leikara, að verkið sé skrifað af einhverjum sem skilur leikhús svona vel. Leikgerðin er bæði ljóðræn og unnin af mikilli virðingu fyrir höfundarverki Kristínar Marju,“ útskýrir Brynhildur sem hlakkar til að takast á við verkefnið. „Ég hef gert þetta svona undanfarin ár, tekið að mér eitt hlutverk og reynt að þjóna því vel.“ Brynhildur leikur nú í Furðulegu háttalagi hunds um nótt í Borgarleikhúsinu, í fyrra lék hún í Gullregni Ragnars Bragasonar og á næsta leikári er það Karitas. „Leikgerðin er búin til af svo miklu næmi og þetta er manneskjusaga. Tilfinningarnar eru stórar og togstreitan mikil.“ Brynhildur segir aðspurð að fólk hafi alltaf misjafnar skoðanir á því þegar bók er leikgerð. „Það sem við setjum á svið er sjálfstætt listaverk. Leikhús lýtur allt öðrum lögmálum en skáldsagan og ég hlakka bara til að takast á við þetta skemmtilega en krefjandi verkefni.“ Ólafur Egill útilokar ekki að hann muni skrifa leikgerð upp úr sjálfstæðu framhaldi sögunnar um Karitas, Óreiðu á striga. „Við sjáum hvernig þetta fer, en það gæti bara vel verið ef við náum til fólksins.“
Mest lesið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Menning Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Lífið Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Bíó og sjónvarp Robert Wilson er látinn Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Fleiri fréttir Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti Sjá meira