Þriðja liðið: Hann skiptir meira máli en fótbolti | Myndband Tómas Þór Þórðarson skrifar 11. apríl 2014 13:45 „Mótið byrjaði bara illa hjá mér og ég held að það hafi bara verið út af veseninu með strákinn. Hann var með hálfklofinn hrygg og ég var með hann á sjúkrahúsinu,“ sagði Pepsi-deildar dómarinn ÞóroddurHjaltalín Jr. í sjónvarpsþættinum Þriðja liðið sem frumsýndur var á Stöð 2 Sport í gærkvöldi. Þóroddur átti erfitt uppdráttar tímabilið 2012 en var valinn til að dæma bikarúrslitaleikinn sem ekki allir voru sammála um að væri rétt ákvörðun. Það voru ástæður fyrir því að hann var ekki rétt stilltur í byrjun móts og ræddi hann ástæður þess á einlægum nótum í þættinum. „Við vissum það alveg frá fæðingu að hann þyrfti að fara í aðgerð en við vissum ekkert hvenær. Síðan kemur að því að hann þarf að fara í maí í aðgerð. Þá vissi ég samstundis að ég myndi missa úr fyrstu umferðirnar í mótinu og yrði ekki klár,“ sagði Þóroddur. Þóroddur lýsti því hvernig hann væri nánast miður sín yfir því að geta ekki dæmt - fannst eins og hann væri að bregðast sínum mönnum. Dómarinn áttaði sig þó fljótt á því að strákurinn væri aðalatriðið. „Hann skiptir meira máli en fótbolti,“ sagði Þóroddur. „Við komum heim á laugardegi og ég átti leik á sunnudegi. Maður heldur alltaf að maður sé bestur í heimi og ekkert hafi áhrif á mann. Ég hélt bara að ég væri í góðu standi.“ Þóroddur dæmdi fyrst leik ÍA og Keflavíkur sem gekk ágætlega en í kjölfarið komu nokkrir leikir sem voru slakir af hans hálfu. Hann var t.a.m. gagnrýndur af ÞórðiÞórðarsyni eftir leik Vals og ÍA á Vodafone-vellinum. „Fyrstu viðbrögð eru alltaf að kenna einhverju öðru um. Það er bara þannig. Maður fer og finnur einhverja ástæðu. Af hverju þarf þetta að gerast í leikjunum hjá mér? En það er ekkert þannig. Þegar þú ert farinn að dæma í efstu deild ræðurðu alveg við aðstæður þannig auðvitað var eitthvað að,“ sagði Þóroddur. Eftir þrjá slaka leiki fór Þóroddur að vinna í sínum málum og átti svo frábæran leik þegar hann dæmdi viðureign Stjörnunar og KR á Samsung-vellinum í Garðabæ. „Þú skalt ekki halda það að ég eigi ekki eftir að gera mistök. Ég á eftir að gera fullt af mistökum. Eina leiðin fyrir okkur til að hætta að gera mistök er að hætta að dæma.“ Brotið úr þættinum má sjá í spilaranum hér að ofan. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Þriðja liðið: Þóroddur hlustar á gagnrýni á sig fyrir leik | Myndband Þóroddur Hjaltalín Jr. dæmdi bikarúrslitaleik KR og Stjörnunnnar 2012. Á leiðinni á völlinn hlustaði hann á umræðu um sig í útvarpsþætti. 11. apríl 2014 11:45 Hvað var að trufla Þórodd Hjaltalín sumarið 2012? | Myndband Þriðja liðið, nýr þáttur sem veitir innsýn í líf og störf dómara á Íslandi, hefur göngu sína á Stöð 2 Sport í kvöld. Í fyrsta þætti er Þóroddi Hjaltalín Jr. fylgt eftir á erfiðu sumri. 10. apríl 2014 12:15 Mest lesið Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara Sport Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Fótbolti „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Enski boltinn Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Enski boltinn Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Júlía og Manuel skautuðu áfram í úrslitin Sport Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM Handbolti „Allt um þjóðhátíðina í Kristianstad“ Handbolti Tómas Bent gulltryggði sigurinn Fótbolti Fleiri fréttir Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Sjá meira
„Mótið byrjaði bara illa hjá mér og ég held að það hafi bara verið út af veseninu með strákinn. Hann var með hálfklofinn hrygg og ég var með hann á sjúkrahúsinu,“ sagði Pepsi-deildar dómarinn ÞóroddurHjaltalín Jr. í sjónvarpsþættinum Þriðja liðið sem frumsýndur var á Stöð 2 Sport í gærkvöldi. Þóroddur átti erfitt uppdráttar tímabilið 2012 en var valinn til að dæma bikarúrslitaleikinn sem ekki allir voru sammála um að væri rétt ákvörðun. Það voru ástæður fyrir því að hann var ekki rétt stilltur í byrjun móts og ræddi hann ástæður þess á einlægum nótum í þættinum. „Við vissum það alveg frá fæðingu að hann þyrfti að fara í aðgerð en við vissum ekkert hvenær. Síðan kemur að því að hann þarf að fara í maí í aðgerð. Þá vissi ég samstundis að ég myndi missa úr fyrstu umferðirnar í mótinu og yrði ekki klár,“ sagði Þóroddur. Þóroddur lýsti því hvernig hann væri nánast miður sín yfir því að geta ekki dæmt - fannst eins og hann væri að bregðast sínum mönnum. Dómarinn áttaði sig þó fljótt á því að strákurinn væri aðalatriðið. „Hann skiptir meira máli en fótbolti,“ sagði Þóroddur. „Við komum heim á laugardegi og ég átti leik á sunnudegi. Maður heldur alltaf að maður sé bestur í heimi og ekkert hafi áhrif á mann. Ég hélt bara að ég væri í góðu standi.“ Þóroddur dæmdi fyrst leik ÍA og Keflavíkur sem gekk ágætlega en í kjölfarið komu nokkrir leikir sem voru slakir af hans hálfu. Hann var t.a.m. gagnrýndur af ÞórðiÞórðarsyni eftir leik Vals og ÍA á Vodafone-vellinum. „Fyrstu viðbrögð eru alltaf að kenna einhverju öðru um. Það er bara þannig. Maður fer og finnur einhverja ástæðu. Af hverju þarf þetta að gerast í leikjunum hjá mér? En það er ekkert þannig. Þegar þú ert farinn að dæma í efstu deild ræðurðu alveg við aðstæður þannig auðvitað var eitthvað að,“ sagði Þóroddur. Eftir þrjá slaka leiki fór Þóroddur að vinna í sínum málum og átti svo frábæran leik þegar hann dæmdi viðureign Stjörnunar og KR á Samsung-vellinum í Garðabæ. „Þú skalt ekki halda það að ég eigi ekki eftir að gera mistök. Ég á eftir að gera fullt af mistökum. Eina leiðin fyrir okkur til að hætta að gera mistök er að hætta að dæma.“ Brotið úr þættinum má sjá í spilaranum hér að ofan.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Þriðja liðið: Þóroddur hlustar á gagnrýni á sig fyrir leik | Myndband Þóroddur Hjaltalín Jr. dæmdi bikarúrslitaleik KR og Stjörnunnnar 2012. Á leiðinni á völlinn hlustaði hann á umræðu um sig í útvarpsþætti. 11. apríl 2014 11:45 Hvað var að trufla Þórodd Hjaltalín sumarið 2012? | Myndband Þriðja liðið, nýr þáttur sem veitir innsýn í líf og störf dómara á Íslandi, hefur göngu sína á Stöð 2 Sport í kvöld. Í fyrsta þætti er Þóroddi Hjaltalín Jr. fylgt eftir á erfiðu sumri. 10. apríl 2014 12:15 Mest lesið Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara Sport Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Fótbolti „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Enski boltinn Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Enski boltinn Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Júlía og Manuel skautuðu áfram í úrslitin Sport Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM Handbolti „Allt um þjóðhátíðina í Kristianstad“ Handbolti Tómas Bent gulltryggði sigurinn Fótbolti Fleiri fréttir Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Sjá meira
Þriðja liðið: Þóroddur hlustar á gagnrýni á sig fyrir leik | Myndband Þóroddur Hjaltalín Jr. dæmdi bikarúrslitaleik KR og Stjörnunnnar 2012. Á leiðinni á völlinn hlustaði hann á umræðu um sig í útvarpsþætti. 11. apríl 2014 11:45
Hvað var að trufla Þórodd Hjaltalín sumarið 2012? | Myndband Þriðja liðið, nýr þáttur sem veitir innsýn í líf og störf dómara á Íslandi, hefur göngu sína á Stöð 2 Sport í kvöld. Í fyrsta þætti er Þóroddi Hjaltalín Jr. fylgt eftir á erfiðu sumri. 10. apríl 2014 12:15