Þriðja liðið: Hann skiptir meira máli en fótbolti | Myndband Tómas Þór Þórðarson skrifar 11. apríl 2014 13:45 „Mótið byrjaði bara illa hjá mér og ég held að það hafi bara verið út af veseninu með strákinn. Hann var með hálfklofinn hrygg og ég var með hann á sjúkrahúsinu,“ sagði Pepsi-deildar dómarinn ÞóroddurHjaltalín Jr. í sjónvarpsþættinum Þriðja liðið sem frumsýndur var á Stöð 2 Sport í gærkvöldi. Þóroddur átti erfitt uppdráttar tímabilið 2012 en var valinn til að dæma bikarúrslitaleikinn sem ekki allir voru sammála um að væri rétt ákvörðun. Það voru ástæður fyrir því að hann var ekki rétt stilltur í byrjun móts og ræddi hann ástæður þess á einlægum nótum í þættinum. „Við vissum það alveg frá fæðingu að hann þyrfti að fara í aðgerð en við vissum ekkert hvenær. Síðan kemur að því að hann þarf að fara í maí í aðgerð. Þá vissi ég samstundis að ég myndi missa úr fyrstu umferðirnar í mótinu og yrði ekki klár,“ sagði Þóroddur. Þóroddur lýsti því hvernig hann væri nánast miður sín yfir því að geta ekki dæmt - fannst eins og hann væri að bregðast sínum mönnum. Dómarinn áttaði sig þó fljótt á því að strákurinn væri aðalatriðið. „Hann skiptir meira máli en fótbolti,“ sagði Þóroddur. „Við komum heim á laugardegi og ég átti leik á sunnudegi. Maður heldur alltaf að maður sé bestur í heimi og ekkert hafi áhrif á mann. Ég hélt bara að ég væri í góðu standi.“ Þóroddur dæmdi fyrst leik ÍA og Keflavíkur sem gekk ágætlega en í kjölfarið komu nokkrir leikir sem voru slakir af hans hálfu. Hann var t.a.m. gagnrýndur af ÞórðiÞórðarsyni eftir leik Vals og ÍA á Vodafone-vellinum. „Fyrstu viðbrögð eru alltaf að kenna einhverju öðru um. Það er bara þannig. Maður fer og finnur einhverja ástæðu. Af hverju þarf þetta að gerast í leikjunum hjá mér? En það er ekkert þannig. Þegar þú ert farinn að dæma í efstu deild ræðurðu alveg við aðstæður þannig auðvitað var eitthvað að,“ sagði Þóroddur. Eftir þrjá slaka leiki fór Þóroddur að vinna í sínum málum og átti svo frábæran leik þegar hann dæmdi viðureign Stjörnunar og KR á Samsung-vellinum í Garðabæ. „Þú skalt ekki halda það að ég eigi ekki eftir að gera mistök. Ég á eftir að gera fullt af mistökum. Eina leiðin fyrir okkur til að hætta að gera mistök er að hætta að dæma.“ Brotið úr þættinum má sjá í spilaranum hér að ofan. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Þriðja liðið: Þóroddur hlustar á gagnrýni á sig fyrir leik | Myndband Þóroddur Hjaltalín Jr. dæmdi bikarúrslitaleik KR og Stjörnunnnar 2012. Á leiðinni á völlinn hlustaði hann á umræðu um sig í útvarpsþætti. 11. apríl 2014 11:45 Hvað var að trufla Þórodd Hjaltalín sumarið 2012? | Myndband Þriðja liðið, nýr þáttur sem veitir innsýn í líf og störf dómara á Íslandi, hefur göngu sína á Stöð 2 Sport í kvöld. Í fyrsta þætti er Þóroddi Hjaltalín Jr. fylgt eftir á erfiðu sumri. 10. apríl 2014 12:15 Mest lesið Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn „Þetta svíður mig mjög sárt“ Fótbolti Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Íslenski boltinn FIFA: Donald Trump ræður engu um það Fótbolti Töpuðu fyrir Íslandi en ekki í Meistaradeildinni Fótbolti Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Íslenski boltinn Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin Fótbolti Sveindís Jane að missa góðan liðsfélaga: „Sakna þín strax“ Fótbolti Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Fótbolti Fleiri fréttir Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Bjarni Jó kveður Selfoss „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Léku fjörutíu leiki saman á Englandi en slást um titilinn á Íslandi í kvöld Frá Fram á Hlíðarenda Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Sjá meira
„Mótið byrjaði bara illa hjá mér og ég held að það hafi bara verið út af veseninu með strákinn. Hann var með hálfklofinn hrygg og ég var með hann á sjúkrahúsinu,“ sagði Pepsi-deildar dómarinn ÞóroddurHjaltalín Jr. í sjónvarpsþættinum Þriðja liðið sem frumsýndur var á Stöð 2 Sport í gærkvöldi. Þóroddur átti erfitt uppdráttar tímabilið 2012 en var valinn til að dæma bikarúrslitaleikinn sem ekki allir voru sammála um að væri rétt ákvörðun. Það voru ástæður fyrir því að hann var ekki rétt stilltur í byrjun móts og ræddi hann ástæður þess á einlægum nótum í þættinum. „Við vissum það alveg frá fæðingu að hann þyrfti að fara í aðgerð en við vissum ekkert hvenær. Síðan kemur að því að hann þarf að fara í maí í aðgerð. Þá vissi ég samstundis að ég myndi missa úr fyrstu umferðirnar í mótinu og yrði ekki klár,“ sagði Þóroddur. Þóroddur lýsti því hvernig hann væri nánast miður sín yfir því að geta ekki dæmt - fannst eins og hann væri að bregðast sínum mönnum. Dómarinn áttaði sig þó fljótt á því að strákurinn væri aðalatriðið. „Hann skiptir meira máli en fótbolti,“ sagði Þóroddur. „Við komum heim á laugardegi og ég átti leik á sunnudegi. Maður heldur alltaf að maður sé bestur í heimi og ekkert hafi áhrif á mann. Ég hélt bara að ég væri í góðu standi.“ Þóroddur dæmdi fyrst leik ÍA og Keflavíkur sem gekk ágætlega en í kjölfarið komu nokkrir leikir sem voru slakir af hans hálfu. Hann var t.a.m. gagnrýndur af ÞórðiÞórðarsyni eftir leik Vals og ÍA á Vodafone-vellinum. „Fyrstu viðbrögð eru alltaf að kenna einhverju öðru um. Það er bara þannig. Maður fer og finnur einhverja ástæðu. Af hverju þarf þetta að gerast í leikjunum hjá mér? En það er ekkert þannig. Þegar þú ert farinn að dæma í efstu deild ræðurðu alveg við aðstæður þannig auðvitað var eitthvað að,“ sagði Þóroddur. Eftir þrjá slaka leiki fór Þóroddur að vinna í sínum málum og átti svo frábæran leik þegar hann dæmdi viðureign Stjörnunar og KR á Samsung-vellinum í Garðabæ. „Þú skalt ekki halda það að ég eigi ekki eftir að gera mistök. Ég á eftir að gera fullt af mistökum. Eina leiðin fyrir okkur til að hætta að gera mistök er að hætta að dæma.“ Brotið úr þættinum má sjá í spilaranum hér að ofan.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Þriðja liðið: Þóroddur hlustar á gagnrýni á sig fyrir leik | Myndband Þóroddur Hjaltalín Jr. dæmdi bikarúrslitaleik KR og Stjörnunnnar 2012. Á leiðinni á völlinn hlustaði hann á umræðu um sig í útvarpsþætti. 11. apríl 2014 11:45 Hvað var að trufla Þórodd Hjaltalín sumarið 2012? | Myndband Þriðja liðið, nýr þáttur sem veitir innsýn í líf og störf dómara á Íslandi, hefur göngu sína á Stöð 2 Sport í kvöld. Í fyrsta þætti er Þóroddi Hjaltalín Jr. fylgt eftir á erfiðu sumri. 10. apríl 2014 12:15 Mest lesið Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn „Þetta svíður mig mjög sárt“ Fótbolti Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Íslenski boltinn FIFA: Donald Trump ræður engu um það Fótbolti Töpuðu fyrir Íslandi en ekki í Meistaradeildinni Fótbolti Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Íslenski boltinn Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin Fótbolti Sveindís Jane að missa góðan liðsfélaga: „Sakna þín strax“ Fótbolti Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Fótbolti Fleiri fréttir Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Bjarni Jó kveður Selfoss „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Léku fjörutíu leiki saman á Englandi en slást um titilinn á Íslandi í kvöld Frá Fram á Hlíðarenda Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Sjá meira
Þriðja liðið: Þóroddur hlustar á gagnrýni á sig fyrir leik | Myndband Þóroddur Hjaltalín Jr. dæmdi bikarúrslitaleik KR og Stjörnunnnar 2012. Á leiðinni á völlinn hlustaði hann á umræðu um sig í útvarpsþætti. 11. apríl 2014 11:45
Hvað var að trufla Þórodd Hjaltalín sumarið 2012? | Myndband Þriðja liðið, nýr þáttur sem veitir innsýn í líf og störf dómara á Íslandi, hefur göngu sína á Stöð 2 Sport í kvöld. Í fyrsta þætti er Þóroddi Hjaltalín Jr. fylgt eftir á erfiðu sumri. 10. apríl 2014 12:15