Samkvæmt fjölmiðlum í Hollandi hefur Guus Hiddink samþykkt að taka við landsliðinu þar í landi eftir HM í sumar.
Holland er með Íslandi í riðli í undankeppni EM 2016 en Hiddink mun hafa gert tveggja ára samning við hollenska knattspyrnusambandið. Ísland tekur á móti Hollandi á Laugardalsvelli þann 14. október næstkomandi.
Hann tekur við starfinu af Louis van Gaal en Hiddink hefur í vetur starfað hjá PSV Eindhoven. Í síðasta mánuði greindi hann frá viðræðum sínum við hollenska sambandið.
Fjölmiðlar ytra fullyrða enn fremur að Ruud van Nistelrooy, fyrrum framherji Manchester United og Real Madrid, verði í þjálfarateymi Hiddink. Danny Blind verður líklega áfram aðstoðarþjálfari landsliðsins, líkt og hann er nú.
Hiddink varð Evrópumeistari með Hollandi árið 1988 og stýrði svo liðinu í þrjú ár á tíunda áratugnum. Hann kom liðinu til að mynda í undanúrslit á HM 1998, rétt eins og hann gerði með lið Suður-Kóreu á HM 2002.
Hiddink hefur einnig starfað hjá Real Madríd, ástralska landsliðinu og Anzhi Makhachkala en hann hætti hjá síðastnefnda liðinu í júlí á síðasta ári.
Hiddink og Nistelrooy til Íslands
Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar

Mest lesið





Sumardeildin hófst á stórsigri
Fótbolti




Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu
Íslenski boltinn
