Erlent

Tugir fórust í sprengjuárásum

Guðsteinn Bjarnason skrifar
Borgarstarfsmenn laga til á vettvangi eftir að bílasprengja sprakk í Bagdad.
Borgarstarfsmenn laga til á vettvangi eftir að bílasprengja sprakk í Bagdad. vísir/AP
Sprengjuárásir hafa kostað að minnsta kosti 41 mann lifið í Írak í dag. Mannskæðust varð árás á jarðarför í bænum Buhriz, sem kostaði 16 manns lífið og særði 26.

Hinar árásirnar voru gerðar á nokkrum stöðum í höfuðborginni Bagdad og hafa kostað að minnsta kosti 25 manns lífið samtals.

Átök hafa magnast í landinu á síðustu vikum og mánuðum, einkum þó eftir að herskáir íslamistar tengdir Al Kaída náðu á sitt vald tveimur borgum í Anbar-héraði fyrr í mánuðinum.

Á síðasta ári kostuðu átökin nærri níu þúsund manns lífið, en það sem af er þessu ári hafa þau kostað nærri 300 manns lífið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×