Enski boltinn

Özil: Rosicky er einn af betri miðjumönnum deildarinnar

Stefán Árni Pálsson skrifar
Tomas Rosicky í leik með Arsenal.
Tomas Rosicky í leik með Arsenal. nordicphotos/getty
Þjóðverjinn Mesut Özil, leikmaður Arsenal, vill meina að liðsfélagi hans Tomas Rosicky sé einn af bestu miðjumönnum ensku úrvalsdeildarinnar.

Tékkinn hefur verið góður á tímabilinu og leikið meira á þessu tímabili en á því síðasta til að mynda.

Özil telur að Rosicky sé loks komin í gott líkamlegt stand og þá lætur hann ljós sitt skína.

„Að mínu mati er Tomas einn af bestu miðjumönnum deildarinnar,“ sagði Özil í samtali við vefsíðu Arsenal.

„Hann gefur sig alltaf allan fram og er stórkostlegur leikmaður. Honum líður ávallt vel með boltann.“

Rosicky kom til Arsenal árið 2006 og hefur hann leikið 141 leik fyrir félagið og skorað í þeim 15 mörk.

Arsenal mætir Fulham í ensku úrvalsdeildinni á laugardaginn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×