Fótbolti

Eto'o kom Anzhi í bikaúrslitaleikinn

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Samuel Eto'o.
Samuel Eto'o. Mynd/NordicPhotos/Getty
Kamerúnmaðurinn Samuel Eto'o var hetja Anzhi Makhachkala í kvöld þegar hann skoraði eina markið í 1-0 sigri á Zenit St Petersburg í undanúrslitum rússnesku bikarkeppninnar í fótbolta.

Zenit St Petersburg var reyndar miklu betra liðið en Vladimir Gabulov átti stórleik í marki Anzhi og skipulag Guus Hiddink gekk upp því Samuel Eto'o skoraði sigurmarkið gegn gangi leiksins á 61. mínútu.

Anzhi mætir CSKA Moskvu í úrslitaleiknum sem fer fram 1. júní næstkomandi í Grozny íTéténíu. CSKA vann 2-0 sigur á hinum undanúrslitaleiknum í gær.

Anzhi hefur aldrei orðið rússneskur bikarmeistari en Guus Hiddink hefur gert fimm lið að bikarmeisturum þar á meðal lið Chelsea vorið 2009.

Það vakti mikla athygli þegar Samuel Eto'o yfirgaf Barcelona á sínum tíma og skrifaði undir risasamning við rússneska liðið en hann varð þá launahæsti knattspyrnumaður heims.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×