Enski boltinn

Dean Saunders gæti tekið við Wolves

Stefán Árni Pálsson skrifar
Dean Saunders
Dean Saunders Mynd. / Getty Images
Forráðarmenn fyrstu deildarfélagsins Doncaster hafa gefið grænt ljós á viðræður milli Dean Saunders, knattspyrnustjóra Doncaster, og Wolves en síðarnefna félagið rak stjóra sinn Ståle Solbakken í gær og leita óðum að arftaka hans.

Saunders hefur gert magnaða hluti með Doncaster en félagið er sem stendur í öðru sæti 1. deildarinnar.

Í yfirlýsingu frá Doncaster segir:

„Doncaster Rovers getur staðfest að félagið hefur fengið formlega beiðni frá Wolves um að hefja viðræður við Dean Saunders. Stjórn Rovers mun ekki standa í vegi fyrir brotför Saunders en við munum samt sem áður gera allt til að halda honum áfram hjá félaginu."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×