Fótbolti

Vinnur Messi fimmta árið í röð?

Lionel Messi með gullboltann.
Lionel Messi með gullboltann.
Alþjóða knattspyrnusambandið, FIFA, tilkynnti í dag hvaða leikmenn koma til greina sem besta knattspyrnufólk heims árið 2013.

Það kemur líklega engum á óvart að þeir Lionel Messi, Cristiano Ronaldo og Franck Ribery séu í efstu sætum í karlaflokki. Messi hefur unnið þessi verðlaun síðustu fjögur ár.

Þrjár efstu hjá konunum eru þýska stúlkan Nadine Angerer, Abby Wambach frá Bandaríkjunum og hin brasilíska Marta.

Sir Alex Ferguson, fyrrum stjóri Man. Utd, Jürgen Klopp, þjálfari Dortmund, og Jupp Heynckes, fyrrum þjálfari Bayern, koma til greina sem þjálfarar ársins í karlaflokki.

Í kvennaflokki eru þrír efstu Pia Sundhage, þjálfari Svíþjóðar, Ralf Kellermann, þjálfari Wolfsburg, og Silvia Neid, þjálfari Þýskalands.

Kjörinu verður lýst þann 13. janúar næstkomandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×