Enski boltinn

Suarez gerir sér ekki grein fyrir alvarleika brotsins

Suarez er farinn í sumarfrí.
Suarez er farinn í sumarfrí.
Dómstóllinn sem dæmdi Luis Suarez í tíu leikja bann fyrir að bíta Branislav Ivanovic skilaði í dag af sér skýrslu þar sem dómurinn er rökstuddur.

Skýrslan er upp á 21 blaðsíðu og þar kemur meðal annars fram að dómstóllinn líti svo á að Suarez geri sér ekki grein fyrir alvarleika brotsins. Leikmaðurinn hafði áður lýst því yfir að þriggja leikja bann væri meira en nóg.

Í skýrslunni segir að dómstóllinn vilji senda frá sér sterk skilaboð um að svona hegðun verði ekki liðin á knattspyrnuvellinum. Hann hafi gefið vonda mynd af enska boltanum með sinni hegðun.

"Allir leikmenn í efstu deild eru fyrirmyndir og eiga að vera fyrirmynd fyrir aðra leikmenn. Sérstaklega yngri leikmenn. Það er þeirra skylda að haga sér á ábyrgan hátt," segir í skýrslunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×