Siggi Raggi: Við áttum við ofurefli að etja Óskar Ófeigur Jónsson í Växjö skrifar 14. júlí 2013 22:18 Dagný Brynjarsdóttir í baráttunni við Þjóðverjana í dag. Nordicphotos/AFP „Þær voru mjög góðar í dag og við vorum í basli á móti þeim á stórum köflum í leiknum. Við reyndum að verjast vel en í sóknarleiknum náðum við ekki að búa mikið til. Gæðamunurinn á liðuinum var of mikill," sagði Sigurður Ragnar Eyjólfsson, þjálfari íslenska liðsins. „Þýska liðið spilaði mjög vel í dag og var miklu betra en á móti Hollandi. Svo gæti líka verið að Holland hafi spilað virkilega vel á móti þýska liðinu. Vonandi getum við tekið Hollendingana. Við erum að fara í úrslitaleik á móti þeim um að komast í átta liða úrslit. Við getum náð markmiðinu okkar ennþá og þurfum sigur í þeim leik," sagði Sigurður Ragnar. „Guðbjörg varði rosalega vel oft á tíðum og tvær til þrjár markvörslur voru stórkostlegar. Það er mjög gott að hún sé að koma svona sterk inn í fjarveru Þóru. Það er gott að eiga svona góða markmenn og það er ljós punktur," sagði Sigurður Ragnar en hann sá fleiri jákvæða punkta. „Mér fannst Glódís komast líka vel frá leiknum. Hún fékk mikið traust að byrja inn á í þessum leik. Sumir höfðu áhyggjur af því að hún virkaði stressuð í síðasta leik. Hún er einn efnilegasti leikmaðurinn sem við eigum og hún þarf að fá að spila þessa leiki og fá reynslu. Það var frábært fyrir hana að fá að byrja í dag og hún stóðst fyllilega mínar væntingar í dag," sagði Sigurður Ragnar. „Allir leikmenn átta sig á stöðunni. Við áttum við ofurefli að etja í dag og við getum ekki eytt löngum tíma í að vera fúl yfir því. Það er bara að jafna sig fyrir næsta leik sem er úrslitaleikur. Við vitum mikilvægi leiksins og ég er viss um að það gera allar allt sem í þeirra valdi stendur að undirbúa sig vel og vera klárar þegar sá leikur byrjar," sagði Sigurður Ragnar. Tengdar fréttir Margrét Lára: Þær voru bara miklu betri en við Margrét Lára Viðarsdóttir fékk ekki úr miklu að moða í Växjö í kvöld ekki frekar en aðrir sóknarleikmenn íslenska liðsins enda íslenska liðið í varnarhlutverki allan tímann. 14. júlí 2013 21:50 Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Ísland - Þýskaland 0-3 | Aldrei möguleiki gegn Þjóðverjum Íslenska kvennalandsliðið tapaði 0-3 á móti Evrópumeisturum Þýskalands í Vaxjö í kvöld í öðrum leik liðsins á EM í Svíþjóð. Þetta var langt og erfitt kvöld fyrir íslensku stelpurnar en markvörðurinn Guðbjörg Gunnarsdóttir sá til þess að þýsku mörkin urðu aðeins þrjú. 14. júlí 2013 00:01 Enginn markmaður ánægður með að fá á sig þrjú mörk "Ég bjóst ekki við því að Þjóðverjar yrðu með svona ótrúlega mikla yfirburði. Ég bjóst að við myndum gefa þeim meiri mótspyrnu en þetta var mjög erfitt," sagði Guðbjörg Gunnarsdóttir markvörður íslenska liðsins. 14. júlí 2013 22:06 Mest lesið Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Handbolti „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Handbolti Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Stærsta stund strákanna okkar Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Handbolti Svona var stuðið fyrir leik í Kristianstad Handbolti Pólland - Ísland | Pólverjar í sárum bíða okkar manna Handbolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Körfubolti Fleiri fréttir Albert kom að marki í þriðja leiknum í röð Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Genoa ekki tapað í fjórum leikjum í röð Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Salah klúðraði vítaspyrnu er Nígería tók þriðja sætið Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Ísaki fórnað í langþráðum sigri Kölnar Birta hetja Genoa í frumrauninni Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Mbappé á skotskónum í fyrsta sigrinum undir stjórn Arbeloa Draumabyrjun hjá Carrick KR fær tvo unga Ganverja „Stoltur að fá þetta tækifæri og tek því ekki sem sjálfsögðum hlut“ Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Hákon horfði upp á tap er PSG tók toppsætið Líklegra að Vinícius Jr. framlengi við Real Madrid eftir brottför Xabi Alonso Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Gamla Íslendingafélagið gæti breytt aftur um nafn Breytingar hjá Breiðabliki Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Sjá meira
„Þær voru mjög góðar í dag og við vorum í basli á móti þeim á stórum köflum í leiknum. Við reyndum að verjast vel en í sóknarleiknum náðum við ekki að búa mikið til. Gæðamunurinn á liðuinum var of mikill," sagði Sigurður Ragnar Eyjólfsson, þjálfari íslenska liðsins. „Þýska liðið spilaði mjög vel í dag og var miklu betra en á móti Hollandi. Svo gæti líka verið að Holland hafi spilað virkilega vel á móti þýska liðinu. Vonandi getum við tekið Hollendingana. Við erum að fara í úrslitaleik á móti þeim um að komast í átta liða úrslit. Við getum náð markmiðinu okkar ennþá og þurfum sigur í þeim leik," sagði Sigurður Ragnar. „Guðbjörg varði rosalega vel oft á tíðum og tvær til þrjár markvörslur voru stórkostlegar. Það er mjög gott að hún sé að koma svona sterk inn í fjarveru Þóru. Það er gott að eiga svona góða markmenn og það er ljós punktur," sagði Sigurður Ragnar en hann sá fleiri jákvæða punkta. „Mér fannst Glódís komast líka vel frá leiknum. Hún fékk mikið traust að byrja inn á í þessum leik. Sumir höfðu áhyggjur af því að hún virkaði stressuð í síðasta leik. Hún er einn efnilegasti leikmaðurinn sem við eigum og hún þarf að fá að spila þessa leiki og fá reynslu. Það var frábært fyrir hana að fá að byrja í dag og hún stóðst fyllilega mínar væntingar í dag," sagði Sigurður Ragnar. „Allir leikmenn átta sig á stöðunni. Við áttum við ofurefli að etja í dag og við getum ekki eytt löngum tíma í að vera fúl yfir því. Það er bara að jafna sig fyrir næsta leik sem er úrslitaleikur. Við vitum mikilvægi leiksins og ég er viss um að það gera allar allt sem í þeirra valdi stendur að undirbúa sig vel og vera klárar þegar sá leikur byrjar," sagði Sigurður Ragnar.
Tengdar fréttir Margrét Lára: Þær voru bara miklu betri en við Margrét Lára Viðarsdóttir fékk ekki úr miklu að moða í Växjö í kvöld ekki frekar en aðrir sóknarleikmenn íslenska liðsins enda íslenska liðið í varnarhlutverki allan tímann. 14. júlí 2013 21:50 Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Ísland - Þýskaland 0-3 | Aldrei möguleiki gegn Þjóðverjum Íslenska kvennalandsliðið tapaði 0-3 á móti Evrópumeisturum Þýskalands í Vaxjö í kvöld í öðrum leik liðsins á EM í Svíþjóð. Þetta var langt og erfitt kvöld fyrir íslensku stelpurnar en markvörðurinn Guðbjörg Gunnarsdóttir sá til þess að þýsku mörkin urðu aðeins þrjú. 14. júlí 2013 00:01 Enginn markmaður ánægður með að fá á sig þrjú mörk "Ég bjóst ekki við því að Þjóðverjar yrðu með svona ótrúlega mikla yfirburði. Ég bjóst að við myndum gefa þeim meiri mótspyrnu en þetta var mjög erfitt," sagði Guðbjörg Gunnarsdóttir markvörður íslenska liðsins. 14. júlí 2013 22:06 Mest lesið Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Handbolti „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Handbolti Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Stærsta stund strákanna okkar Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Handbolti Svona var stuðið fyrir leik í Kristianstad Handbolti Pólland - Ísland | Pólverjar í sárum bíða okkar manna Handbolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Körfubolti Fleiri fréttir Albert kom að marki í þriðja leiknum í röð Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Genoa ekki tapað í fjórum leikjum í röð Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Salah klúðraði vítaspyrnu er Nígería tók þriðja sætið Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Ísaki fórnað í langþráðum sigri Kölnar Birta hetja Genoa í frumrauninni Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Mbappé á skotskónum í fyrsta sigrinum undir stjórn Arbeloa Draumabyrjun hjá Carrick KR fær tvo unga Ganverja „Stoltur að fá þetta tækifæri og tek því ekki sem sjálfsögðum hlut“ Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Hákon horfði upp á tap er PSG tók toppsætið Líklegra að Vinícius Jr. framlengi við Real Madrid eftir brottför Xabi Alonso Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Gamla Íslendingafélagið gæti breytt aftur um nafn Breytingar hjá Breiðabliki Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Sjá meira
Margrét Lára: Þær voru bara miklu betri en við Margrét Lára Viðarsdóttir fékk ekki úr miklu að moða í Växjö í kvöld ekki frekar en aðrir sóknarleikmenn íslenska liðsins enda íslenska liðið í varnarhlutverki allan tímann. 14. júlí 2013 21:50
Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Ísland - Þýskaland 0-3 | Aldrei möguleiki gegn Þjóðverjum Íslenska kvennalandsliðið tapaði 0-3 á móti Evrópumeisturum Þýskalands í Vaxjö í kvöld í öðrum leik liðsins á EM í Svíþjóð. Þetta var langt og erfitt kvöld fyrir íslensku stelpurnar en markvörðurinn Guðbjörg Gunnarsdóttir sá til þess að þýsku mörkin urðu aðeins þrjú. 14. júlí 2013 00:01
Enginn markmaður ánægður með að fá á sig þrjú mörk "Ég bjóst ekki við því að Þjóðverjar yrðu með svona ótrúlega mikla yfirburði. Ég bjóst að við myndum gefa þeim meiri mótspyrnu en þetta var mjög erfitt," sagði Guðbjörg Gunnarsdóttir markvörður íslenska liðsins. 14. júlí 2013 22:06