Fótbolti

Enginn markmaður ánægður með að fá á sig þrjú mörk

Óskar Ófeigur Jónsson í Växjö skrifar
Guðbjörg í eldlínunni í Växjö í kvöld.
Guðbjörg í eldlínunni í Växjö í kvöld. Nordicphotos/AFP
„Ég bjóst ekki við því að Þjóðverjar yrðu með svona ótrúlega mikla yfirburði. Ég bjóst að við myndum gefa þeim meiri mótspyrnu en þetta var mjög erfitt. Við ætluðum að reyna að halda núllinu sem lengst en vendipunkturinn var samt annað markið. Á meðan það var 1-0 þá trúir maður alltaf því þá þarf svo lítið til að jafna," sagði Guðbjörg.

„Þegar það var komið 0-2 og lítið gekk upp sóknarlega þá misstum við hausinn. Þegar þú missir hausinn þá er þetta búið," sagði Guðbjörg en hún átti stórleik í íslenska markinu og bjargaði því að liðið fékk ekki stóran skell.

„Ég þekki ekki neinn markmann sem er ánægður með leik þar sem hann fær á sig þrjú mörk. Það er mjög erfitt að fara kokhraust héðan. Ég verð samt að hugsa jákvætt og að ég hafi gert eitthvað jákvætt í leiknum svona á meðan ég fer yfir öll mörkin sem ég fékk á mig. Ég þarf að horfa á einhverjar markvörslur líka svo að ég haldi nú sjálfstraustinu fyrir næsta leik," sagði Guðbjörg.

„Þetta er alls ekki búið. Ég var að heyra það inn í klefa að við þyrftum núna að vinna Holland en þannig er það bara. Við erum upp við vegg og það er pressa á okkur. Við þurfum bara að vinna út úr því eins og atvinnumenn. Við þurfum bara að vinna þær," sagði Guðbjörg.

„Við vorum að spila þennan leik og ég þarf að nota kvöldið í það að svekkja sig. Strax og við vöknum í fyrramálið þá förum við að einbeita okkur að Hollandi. Það er mjög jafn leikur því þær eru alls ekki betri en við," sagði Guðbjörg um framhaldið.

„Ég held að Ísland og Holland séu mjög svipuð lið. Við spilum svolítið öðruvísi fótbolta en ég held að þetta séu svipuð lið að styrkleika. Við eigum alla möguleika að vinna ef að við náum góðum leik," sagði Guðbjörg.


Tengdar fréttir

Margrét Lára: Þær voru bara miklu betri en við

Margrét Lára Viðarsdóttir fékk ekki úr miklu að moða í Växjö í kvöld ekki frekar en aðrir sóknarleikmenn íslenska liðsins enda íslenska liðið í varnarhlutverki allan tímann.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×