Enski boltinn

Rooney tæpur og Van Persie ekki með

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Getty
Wayne Rooney gat ekki æft með Manchester United í dag vegna meiðsla í nára og gæti misst af leiknum gegn Tottenham á morgun.

David Moyes, stjóri Manchester United, staðfesti í dag að Robin van Persie sé enn frá vegna meiðsla en hann hefur misst af síðustu fimm leikjum liðsins.

„Robin er ekki alveg tilbúinn. En við þurfum að bíða og sjá til með Wayne. Hann æfði ekki í dag og við þurfum að meta stöðuna aftur á morgun.“

Moyes segist ekki áhugasamur um að kaupa leikmenn á miðju tímabili en meiðsli gætu þýtt að United þurfi að styrkja sig þegar að félagaskiptaglugginn opnar á morgun.

„Við erum alltaf að reyna að styrkja okkur. Það er ekki frábært að standa í leikmannakaupum í janúar en við erum að leita eins og önnur lið.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×