Innlent

Þakkar fyrir stuðninginn í hjartnæmu myndbandi

Boði Logason skrifar
Birkir Alfons Rúnarsson frá Keflavík.
Birkir Alfons Rúnarsson frá Keflavík. Mynd/Youtube.com
„Í dag 1. ágúst hef ég lokið krabbameinsmeðferð og hef unnið baráttuna gegn krabbameininu,“ segir Birkir Alfons Rúnarsson frá Keflavík í hjartnæmu myndbandi sem birtist á vef Víkurfrétta í morgun.

Birkir Alfons greindist með krabbamein í lok janúar árið 2011, þá fimmtán ára gamall. Hann farið í ótal meðferð og dvalið mikið á spítala. Í dag lauk hann krabbameinsmeðferðinni og hefur sigrast á sjúkdómnum.

Óhætt er að segja að íbúar í Reykjanesbæ hafi stutt Birki Alfons á meðan meðferinni stóð yfir. Meðal annars samdi vinur hans samdi lag um hann, körfuboltalið Keflavíkur spilaði styrktarleik og þá voru haldnir nokkrir styrktarviðburðir.

Í myndbandinu þakkar Birkir Alfons fyrir stuðninginn, en myndbandið má sjá hér fyrir neðan .

Nánar verður rætt við Birki Alfons í kvöldfréttum Stöðvar 2 á slaginu 18:30.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×