Enski boltinn

Suarez til skoðunar hjá FIFA

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Suarez í baráttu við varnarmenn Chile í leiknum.
Suarez í baráttu við varnarmenn Chile í leiknum. Nordicphotos/AFP
Alþjóðaknattspyrnusambandið ætlar að taka til skoðunar atvik í landsleik Chile og Úrúgvæ í undankeppni HM 2014 sem fram fór í síðasta mánuði.

Chile vann sigur í leiknum en athygli vakti samskipti Luis Suarez, leikmanns Liverpool og landsliðs Úrúgvæ, og Gonzalo Jara, varnarmanns Chile.

Leikmönnunum lenti saman þegar Úrúgvæ átti hornspyrnu. Atvikið fór framhjá dómara leiksins en myndbandsupptökur sína að Suarez sló til Jara. Dagblöð í Úrúgvæ hafa eftir Suarez að ástæðan hafi verið sú að Jara hafi gripið um kynfæri framherjans skömmu áður.

FIFA hefur gefið knattspyrnusambandi Úrúgvæ frest til 17. apríl til þess að útskýra atvikið. Suarez fékk gult spjald í leiknum og verður í banni í næsta leik Úrúgvæ í undankeppninni gegn Venesúela 11. júní.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×