Enski boltinn

Arshavin á förum frá Arsenal

Ferli Rússans Andrey Arshavin hjá Arsenal lýkur í sumar. Arsene Wenger, stjóri Arsenal, býst við því að leikmaðurinn rói þá á önnur mið.

Arshavin var keyptur frá Zenit árið 2009 á 15 milljónir punda en hefur aldrei staðið almennilega undir væntingum.

Samningur Arshavin rennur út í sumar og Arsenal mun ekki bjóða honum nýjan samning.

"Ég held að hann verði ekki áfram hjá okkur því hann spilar svo lítið. Ég er samt ánægður með hann. Hann hefur lagt sig allan fram og viðhorf hans verið til mikillar fyrirmyndar," sagði Wenger.

Hápunkturinn á ferli Arshavin hjá Arsenal var þegar hann skoraði öll fjögur mörk liðsins í 4-4 jafntefli gegn Liverpool.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×