Enski boltinn

Young frá í tvær vikur

Young haltrar af velli.
Young haltrar af velli.
Kantmaðurinn Ashley Young mun ekki leika með Man. Utd næstu tvær vikurnar vegna meiðsla. Sir Alex Ferguson, stjóri Man. Utd, hefur staðfest það.

Young meiddist á ökkla í leiknum gegn Man. City og mun missa af leikjunum gegn Stoke, West Ham og Aston Villa.

"Ashley verður frá í tvær vikur eftir þetta högg sem hann fékk á ökklann," sagði Ferguson.

Nemanja Vidic er á batavegi en hann var meiddur á kálfa og Jonny Evans ætti að vera orðinn klár fyrir leikinn gegn Stoke á sunnudag.

Stjórinn býst einnig við Paul Scholes á æfingu á mánudag en hann hefur verið frá síðan í lok janúar vegna hnémeiðsla.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×