Enski boltinn

Ferguson: Vináttulandsleikirnir eru vandamálið ekki félögin

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Sir Alex Ferguson, knattspyrnustjóri  Manchester United.
Sir Alex Ferguson, knattspyrnustjóri Manchester United. Mynd/Nordic Photos/Getty
Sir Alex Ferguson, knattspyrnustjóri  Manchester United, er ekki sammála enska landsliðsþjálfaranum Roy Hodgson um að enskir landsliðsleikmenn setji landslið sín í annað sætið á eftir félagsliðunum og að kröfur félagsliðanna sé að draga úr möguleikum enska landsliðsins.

Hodgson gagnrýndi ensku úrvalsdeildarfélögin og leikmenn þeirra fyrir að líta á landsleikjahléin sem frí og að þau séu með því að grafa undan möguleikum enska landsliðsins. Hodgson vill meina að félagsliðin séu að trufla landsliðin en Sir Alex Ferguson er á annarri skoðun.

„Ég tel ekki að félagsliðin séu að trufla landsliðið heldur er það einmitt öfugt. Við getum bara byrjað á því að skoða vináttulandsleikina," sagði Sir Alex Ferguson.

„Undanfarin áratug hafa þeir verið með vináttulandsleik á miðvikudeginum áður en fyrsta umferðin fer fram. Segið mér hvaða vit er því?," spurði Ferguson.

Hodgson nefndi engin nöfn í gagnrýni sinni en það fer ekkert á milli mála að sú ákvörðun Rio Ferdinand að draga sig út úr enska landsliðinu er kveikjan að þessari gagnrýni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×