Enski boltinn

McDermott ekki lengi atvinnulaus

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Brian McDermott.
Brian McDermott. Mynd/Nordic Photos/Getty
Brian McDermott var í dag ráðinn sem nýr knattspyrnustjóri enska b-deildarliðsins Leeds en hann tekur við starfinu af Neil Warnock sem var rekinn á dögunum. Leeds United er í 17. sæti í ensku b-deildinni og ekki öruggt með sæti sitt í deildinni.

Brian McDermott var því ekki lengi atvinnulaus en hann missti starfið sem stjóri Reading í marsmánuði. McDermott stýrði Reading frá desember 2009 og kom liðinu aftur upp í hóp þeirra bestu.

McDermott var valinn besti stjóri janúar-mánaðar en Reading gekk illa í febrúar og byrjun mars og aðeins mánuði eftir útnefninguna var McDermott  búinn að missa starfið.

Fyrsti leikur Leeds undir stjórn McDermott verður á móti Sheffield Wednesday á morgun.

Svo skemmtilega vill til að stjóri rúgbý-lið Leeds-borgar, Leeds Rhinos, heitir einnig Brian McDermott.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×